Sunday, 06 March 2016 18:46

Hjálparvana

Hér kemur síðasta greinin frá Óla bruna (a.m.k. í bili, engin veit hvað framtíðin ber í skauti)

 

Sögumaður hefur átt og notað mótorhjól í mjög mörg ár og skemmtilegustu ferðalögin eru sem lengst og þá vill hann helst ferðast einn, en stundum er gott að hafa ferðafélaga ekki rétt. Jæja ferðalagið hefst á góðum sumardeginn, minn maður er búin að yfirfara hjólið sitt, hlaða það farangri þ.e.a.s hliðartöskur, topptösku með tjaldi og svefnpoka þar ofaná, sem og tösku á bensíntank. Hjólið er ekki nein léttavigt lengur, en minn maður er vanur svona ferðalögum með hjólið fullhlaðið.

Eftir að vera búin að vera á ferðalagi í nokkra daga og alltaf gist í tjaldi eins og alvöru menn gera !! Hann stefndi á lítinn bæ sem hann hafði heyrt af, þarna væri gaman að skoða sig um og einnig að fá sér að borða, einnig væri frábær staður að tjalda þar rétt hjá. Jæja í þessum litla bæ fær hann sér að borða, skoðar sig um og að lokum áður en haldið er af stað aftur þá setur hann bensín á hjólið.

Hjólið og hann eru svona fulllestuð á við smábíl svo það fer aðeins að reyna á minn mann þegar hann ekur frekar þröngan málarveg (var óvanur að aka á möl) í átt að sögðu tjaldstæði, húsum fækkar og það er engin á ferli, hann mætir engum bílum, reyndar væri það frekar erfitt. Hann er búin að aka lengra en kortið hafði sagt honum og nú ekur hann upp nokkuð háa brekku og svo allt í einu þá bara endar vegurinn og hann þarf að snúa við á þessum þrönga vegi og þar að auki í halla oh shit.

Jæja vanur maður þetta ætti að vera ekkert mál er það nokkuð, en nei hann tekur þessa u-beygju alltof hægt og fellur á hliðina og það er ekki nóg með heldur rennur hann með hjólinu niður nokkurn hluta brekkunnar, mölin er laus í sér og hann nær ekki að stöðva hjólið. Hjólið og hann stöðvast nokkuð mikið neðar í brekkunni. Minn maður er bölvandi allan þann tíma sem hjólið rennur með honum niður hallann. Jæja hann er óslasaður og hjólið virðist ekki mikið skemmt, jæja svona tvö stefnuljós á Súkkunni skipta ekki svo miklu máli og smá rispur á pústi og bensíntank, allt hægt að laga. Hann skammast sín mjög mikið, hann svona vanur maður !!

Jæja hann reynir að lyfta hjólinu og það gengur ekkert, hann fer að tína af hjólinu og reynir aftur en ekkert gengur. Hann nær hjólinu aðeins upp en missir það alltaf niður aftur, bölvið heyrist örugglega marga kílómetra í burtu. Nú hugsar hann ég þarf hjálp en það er engin umferð svo nú er það gemsinn sem er tekin fram, andskotinn, helvítis, djöfulsins, drul ja þið skiljið: Það er ekkert GSM samband. Hann skammast sín enn meir við þá tilhugsun að labba alla leið til baka að litla bænum til að biðja um aðstoð. En það er ekkert annað í stöðinni. En hann reynir einu sinni enn við helvítis súkkuna og þegar hann er orðin rauður í framan eins og rautt epli af átökunum, þá heyrir hann kvenmanns rödd segja rólega: Vantar þig aðstoð sæti strákur ?

Minn maður sleppir hjólinu eina ferðina og snýr sér að röddinni sem kemur frá fallegri dökkhærðri stúlku sem er klædd í þröngan bol og í stuttubuxum sem og vönduðum gönguskóm. Hún er bara glæsileg á að horfa, hún segir ég er bara í fjallgöngu og sá þegar þú fórst á hausinn og renndir þér á hjólinu niður brekkuna eins og á magasleða !! En það næsta sem minn maður veit er að þessi sæta og alls ekki stóra stelpa tekur af sér bakpokann gengur að hjólinu, snýr sér við þannig að bakið snýr að hjólinu, beygir sig í hnjánum og tekur um mitt hjólið og bara rífur það upp og segir: Þú mátt alveg setja það á standarann og hafðu það í gír !! Þetta gerist allt á nokkrum sekúndum. Nú er minn maður ekki rauður í framan hann er svona fjólublár og stynur upp: TAKK

  

Ekkert mál segir sú sæta og bætir við: Þið karlmenn eruð svo viðkvæmir er þið þurfið hjálp frá kvenmanni við eitthvað sem þið ráðið ekki við og ég tala nú ekki um “bikera” og hlær svo !! Minn maður sem er um 190cm á hæð um 95 kg og í góðu formi stynur upp: Ég er slæmur í bakinu !! Sú sæta fer að tala um fallegt umhverfi og stundum sé leiðinlegt að ferðast einn, jæja hún ætli sér að gista á tjaldstæðinu hér rétt fyrir ofan bara beint upp þessa litlu brekku. “bikerinn” er svo annars hugar að hann bara setur hjólið í gang, fer að hrúga farangri á það og sú sæta spyr hvort hún geti aðstoðað !! En hvað gerir stóri sterki “bikerinn” jú hann þakkar aftur fyrir aðstoðina og ekur af stað í átt að litla bænum og fer að leita að stað til að tjalda á eða ódýru hóteli og það er ekki fyrr en þá að hann FATTAR hvað sú sæta dökkhærða var í raun að benda honum á þegar hún var að tala um að vera ein á ferð og tjaldstæðið sem hann ætlaði upphaflega að nota !! Já hann hugsar: Ég er alveg HJÁLPARVANA

Sönn saga !

Óli bruni

SA farangur 3

Read 2899 times