Friday, 26 February 2016 16:19

Kawasaki Z 800 2016

Allir “alvöru” mótorhjólamenn muna eftir þessum bókstaf þ.e.a.s. Z-unni sem var fjarlægð úr íslensku máli vegna mikils þrýstings frá Honda verksmiðjunum (alveg satt) vegna þess að þegar Kawasaki Z1 kom til sögunnar árið 1972 þá leit Honda CB750 út eins og gamall breti bæði í útliti sem og afli !!! (já já Honda var fyrst með superbike). Jæja þá eru aðdáendur/eigendur gamalla breta sem og CB750 hættir að lesa svo við getum þá snúið okkur að verkefni dagsins Kawasaki Z 800.

Kawi 1

 

Kawasaki verksmiðjurnar vöknuðu til lífsins fyrir ekki löngu því að “nakta” sporthjólið frá Yamaha sem heitir FZ-09 hefur selst eins og aðgangur að hugmyndum Pí-rata (uss enga pólitík). En eins og áður sagt er FZ-09 hjólið virkilega vel heppnað “nakið” sporthjól. En Z800 hjólið er svo sem ekki alveg ný hugmynd því það var kynnt til sögunar í Evrópu árið 2013 og hefur verið með því söluhæðsta hjá Kawasaki, svo það er nokkuð öruggt að 2016 útgáfa af hjólinu er enn betur heppnað og ekki spillir verðið segja þeir.

Kawi 2

 

Mótorinn í græjunni er fjögurra strokka í línu 806cc vatnskæld og sögð mjög svo “mjúk”, með mjög gott tog miðað við stærð mótors, tekur hressilega við sér við inngjöf, kúpling sem og sex gíra kassi vinna vel saman ef segja má svo. Áseta er þægileg fyrir nær alla, þó sætið sé frekar stíft, ekki má samt gleyma að þetta er sporthjól, hjólið er “mjótt” um mittið og hné leggjast vel að bensíntank, sætishæð er 32.5 og ættu flestir að ná þægilega niður. Þó mótorinn sé sagður svona frekar þýðgengur þá fer nokkuð að finnast fyrir titring þegar menn snúa græjunni uppfyrir 6000 snúninga en útsláttur er við 12000 snúninga og hjólið togar vel í, allt að útslætti. Hjólið tekur alltaf vel við sér þegar gefið er í útúr beygjum og lítið mál að spara framdekkið “ala” Bacon, en Ztan er samt ekki eins hress og FZ-09 Yamminn, það þarf aðeins að nota kúpplinguna til að prjóna hressilega.

Kawi 3

 

Framdemparar eru KYB inverted/upsidedown, en ekki er hægt að segja að fjöðrun hjólsins sé af dýrari gerðinni en dugar þó alveg, bæði fram og afturfjöðrun er stillanleg í báðar áttir. Hjólbarðar eru Dunlop Sportmax D214 og þeir virka vel á þessu hjóli, bremsur eru frá Nissan og hjólið kemur með ABS (allavega það sem prufað var). Eins og áður sagt er þetta ekki ný græja en þó samt að miklu leiti. Sagt er að eftirmarkaðurinn bjóði uppá alls konar aukadót fyrir hjólið. Já stærðin skiptir ekki öllu máli er það ?! En þessi Kawi sannar það að margur er knár þó hann sé smár sem og auðvitað eins og allir vita er Kawasaki lang besta japanska hjólið er það ekki eða var það Suzuki ?! (man ekki hvað formaður vor sagði !!). Lesa má nær allt tæknilegt hér að neðan.

 

 

 

 

 

 

SPECIFICATIONS

2016 Kawasaki Z800

ENGINE

liquid-cooled, DOHC, inline-four, four valves per cylinder

DISPLACEMENT

806cc

BORE x STROKE

71.0 x 50.9mm

COMPRESSION RATIO

11.9:1

FUEL SYSTEM

DFI with 34mm Keihin throttle bodies

IGNITION

TCBI with electronic advance

TRANSMISSION

Six-speed

FINAL DRIVE

Sealed chain

FRONT WHEEL SUSPENSION / WHEEL TRAVEL

41mm inverted fork with rebound damping and spring preload adjustability / 4.7 in.

REAR WHEEL SUSPENSION / WHEEL TRAVEL

Bottom-link Uni-Trak horizontal monoshock with piggyback reservoir, stepless rebound damping, adjustable spring preload / 5.4 in.

FRONT TIRE

120/70ZR-17 Dunlop Sportmax D214

REAR TIRE

180/55ZR-17 Dunlop Sportmax D214

FRONT BRAKES

Dual 277mm petal-type rotors with four-piston calipers, ABS

REAR BRAKE

Single 216mm petal-type rotor with single-piston caliper, ABS

FRAME TYPE

High-tensile steel backbone

RAKE / TRAIL

24.0º / 3.9 in.

OVERALL LENGTH

82.7 in.

OVERALL WIDTH

31.5 in.

OVERALL HEIGHT

41.3 in.

GROUND CLEARANCE

5.9 in.

SEAT HEIGHT

32.5 in.

DRY WEIGHT

482 lb.

FUEL CAPACITY

4.5 gal.

WHEELBASE

56.9 in.

COLOR CHOICES

Metallic Spark Black, Flat Ebony

 Kawi 4

Read 1890 times