Sunday, 21 February 2016 12:46

Vanir menn og góðar græjur sem og við hinir !!!!

Svona til upprifjunar þá örfáir punktar sem við auðvitað vitum öll um !! en góð vísa er aldrei of oft kveðin er það nokkuð ??!!

 

  1. 1.Að vera öruggur á hjólinu er ekki bara að vera góður hjólari sem fylgist vel með öllum öðrum í kringum sig þegar hann ekur hjólinu sínu, nei það þarf líka að hugsa vel um hjólið sitt með einföldu eftirliti á græjunni áður en lagt er í hann, t.d. loft í hjólbörðum, ástand hjólbarða, mæla olíu, athuga ljósbúnað sem og barka þar sem það á við.

 

  1. 2.Að reyna hjóla hraðar en miklu betri hjólamenn ehh nei !!. Þú sjálfur ættir að vita manna best hvað þú getur og það er í raun heimska að reyna eitthvað sem þú ræður bara ekki við. Við getum flest okkar hjólað mjög hratt á beinum vegi, en ef hindrun eða beygja verður á vegi okkar getur ýmislegt farið á annan veg en áætlunin er. Keppnisharka er af hinu góða ef þú ræður við aðstæður og hraða, svo ein góð regla; “ekki taka meira uppí sig en þú getur tuggið” !!!

 

  1. 3.Að aka hægt og þá mjög hægt er alls ekki eins auðvelt og við höldum. Nei það er nokkur kúnst að halda inngjöf réttri - láta kúplingu taka rétt - sem og að getað  notað hemla og haldið jafnvægi. Í mikilli umferð gerist þetta oft og verður oft þreytandi, því sjáum við oft hjólamenn með lappirnar niðri og láta þær svona dragast með jörðinni til að halda jafnvægi. Því er keppt í þessu og það er mjög góð æfing fyrir okkur öll að æfa sig í því að aka mjög hægt.

 

  1. 4.Að kunna að taka vinstri beygjur af öryggi á akvegi sem er með merkta miðjulínu getur verið hættulegt ef þú hugsar ekki um hvað þú ert að gera. Hvað er átt við þarna ?? Jú þú hallar þér inní vinstri beygju og hjólið er innan við hvítu línuna en þú hallar þér hressilega yfir hana og ert þannig komin yfir á hina akreinina allavega með efri hluta líkama þíns og höfuðið, svo kemur annar jafn góður á móti og hvað ?? Já jafnvel stórt ökutæki.

 

  1. 5.Að hugsa um þá sem eru fyrir framan þig og þá um leið þitt öryggi með því að aka alls ekki of nálægt næsta ökutæki. Við þekkjum öll hverning á að hjóla í hóp ekki rétt og flestir gera það rétt, en svo eru það hinir sem hanga beint fyrir aftan þig og þú sérð viðkomandi aldrei í speglinum. Reglan er að þú sjáir alltaf hjálm þess sem á undan fer í spegli hans því annars sér hann þig ekki. Það þarf einnig að huga vel að þessu þegar við ætlum að taka framúr, ekki fara of nálægt ökutækinu sem er fyrir framan þig, gefðu þér pláss og þú sérð þannig einnig miklu betur til umferðarinnar á móti.

 

  1. 6.Þetta atriði er eiginlega að mörgu leiti það sama og það sem sagt var hér á undan, passa sig að vera alltaf sjáanlegur bæði fyrir þá sem aka á undan þér sem og þá sem koma á móti. Litur mótorhjóla búnaðar þ.e. sá búnaður sem hjólamenn klæðast var til margra ára bara keyptur í einum lit: Svart, en sem betur fer hefur þessi tíska tekið miklum breytingum og litagleði er af hinu góða, þeim fjölgar líka sem nota gul vesti með endurskyni: Betur sjáanleg !

 

  1. 7.Að aka framúr framljósi sínu !!! Hvernig er það nú hægt ??!! Jú þú horfir fram á veginn lengra en framljósið þitt lýsir. Það býr margt í myrkrinu ekki rétt og það sem þú sérð ekki getur verið þér hættulegt, því ætturðu að halda þér innan þess svæðis sem þú sérð greinilega. Þú getur æft þig í að hemla á því svæði sem þú sérð greinilega. Reyndar gerum við alltof lítið í því að æfa okkur að hemla hressilega, allavega innan þeirra marka sem þú ræður við án þess að fara á hausinn, sem betur fer er ABS orðið algengt á hjólum og koma þannig oft í veg fyrir að menn læsi framdekki og fari á hausinn.

 

  1. 8.Að láta fagmann yfirfara hjólið sitt reglulega er í raun mjög svo gáfulegt, nema að þú sért jafn klár og fagmaðurinn og það erum við mörg okkar. Mest af þessu er einfalt að miklu leiti t.d. að smyrja keðju – skipta um olíu og síu – skipta um hjólbarða – athuga olíu á drifi (ala BMW) – smyrja barka - sem og að skipta um bremsu og kúplingsvökva þar sem það á við – skoða pakkdósir á framdempurum o.s.frv.. Ef þú ræður ekki við eitthvað af þessu þá fá fagmann í verkið eða góðan vin sem örugglega kann þetta.

 

Við kaupum okkur dýr hjól en tímum oft ekki að halda þeim við og sköpum þannig hættu fyrir okkur sjálf og aðra í umferðinni. Verðum best í öllu sem við gerum ekki rétt eða allavega gerum okkar besta.

 

Endurtekið efni í nýju orðalag stolið og stílfært að vanda (allavega sumt).

 

Óli bruni.

mynd2

mynd3

mynd 1

Read 2708 times