Saturday, 23 January 2016 17:00

Hvernig sjáum við hvort mótorhjól er raunverulega fallegt ? Jú við klæðum það úr

Nei þetta er ekki fyrirsögn fyrir einhverja vafasama sögu, sem kannski myndi fá meiri lestur heldur en þessar síendurteknu greinar um mótorhjól !! Reyndar var hann Húni (Bjössi) okkar búin að biðja mig um að skrifa nú eitthvað virkilega hressandi, en kannski átti hann við skrif um Harley !!

 

Hönnuðir sem og eigendur Yamaha hafa áttað sig á því eins og mörg önnur mótorhjólafyrirtæki að flestir kaupendur mótorhjóla vilja sjá hvernig hjólið lítur út “nakið”, án allra hlífa o.s.frv. Reynar eru alltaf tískusveiflur í heimi mótorhjóla og tískan í dag er á ýmsum nótum. Til batnaðar ? Spurning sem er bara smekkur manna þann og  þann daginn, líka hjarðhegðun ekki satt !!

 

Mörg af þessum nýju hjólum líta út eins og þau séu hugsuð í næstu Mad Max bíómynd og hvað segið þið um nýja “nakta” hjólið frá Yamaha, sem er sagt sé í raun nakinn R1 sem er nú ekki dónalegt ef segja má svo ! Yamaha menn segja þetta sé næsta þrepið í þróun hjóla og í raun framhald MT og FZ hjólanna og toppurinn í þessari þróun sé hjólið MT-10 , sem eins og áður sagt er nakinn YZF- R1. Mótorinn er endurhannaður 998cc með meira tog í huga heldur en afl.

 

Hvað segið þið um útlitið ? já mér sjálfum datt í hug þessi Mad Max stíll eða bara framtíðin, til batnaðar ? Alltaf smekkur manna sem ræður för, eða hvað aðrir segja ha !!?? Hvað er sparað í þessu hjóli miðað við R1, jú t.d. í stað titanium stimpilstanga koma hefðbundnar stál stimilstangir. Mótorinn er  79mm x 50.9mm (bore & stroke). Þjappan er nokkuð hressileg eða 12.0:1 og leitast við að ná sem mestu afli niðri og á miðjusviði snúningshraða. Aflið er sagt vera a.m.k. 150 hestar í afturhjólbarða.

 

Inngjöf er eins og oftast í dag rafmagnsstýrð, þ.e. engir barkar. Allt tölvustýrt til að aðstoða ökumann við allar aðstæður t.d. spólvörn og stillanlegt afl í afturhjól. Snuðkúppling (slipper clutch) gerir það að verkum að hægt er að skipta hressilega niður án þess að læsa afturhjólbarða. Hjólið verður örugglega í hörku samkeppni við t.d. BMW S1000R og Aprilla Tuono V4 en verðið ræður örugglega mestu um hvað menn kaupa eða kannski gæði.

 

Grind hjólsins er vígaleg að sjá, er úr áli og líkist mikið grind R1 hjólsins. Framdemparar eru 43mm, þessir sem kallaðir eru inverted eða bara á hvolfi ! aftur gafflall er líka úr áli með einum dempara, öll fjöðrun er stillanleg. Hjólið kemur með ABS bremsum og felgur eru 17 tommu bæði framan og aftan. Þessi grein er aðeins formáli á vonandi annarri grein þar sem fjallað verður betur um aksturseiginleika þessa hjóls, þau tækniatriði sem ekki koma fram hér ofl., þ.e.a.s. ef ég man eftir að skrifa aðra grein ha !!

 

Fengið að láni að vanda af netinu

 

Óli bruni

MT-10  2

MT-10   3

MT-10   5

MT-10    3

MT-10    6

Read 1310 times