Tuesday, 22 December 2015 17:14

Minna er svo miklu meira

tekið af mbl.is

 
Það verður ekki minna – eða eigum við að segja meira – af öllu þegar ... stækka

Það verður ekki minna – eða eig­um við að segja meira – af öllu þegar mótor­hjól eru ann­ars veg­ar.

Minna er meira“ sagði þýski arki­tekt­inn og hús­gagna­hönnuður­inn Ludwig Mies van der Rohe. Hon­um myndi því ef­laust þykja þetta hjól frá Bandit9 heill hell­ing­ur þar sem það er ekki neitt neitt!

Bandit9 eru van­ir að smíða mótor­hjól sem tekið er eft­ir og næg­ir í því sam­bandi að nefna mód­el á borð við Nero MKII, The Bis­hop og núna þetta silf­ur­litaða lista­verk sem nefn­ist Ava. Hún sver sig í ætt­ina því hjól­in frá fyr­ir­tæk­inu eru iðulega list sem má hjóla á.

Aðeins níu stykki smíðuð

Ef­laust munu færri kom­ast að en vilja þegar hjól­in verða sett á sölu því aðeins níu ein­tök voru smíðuð í það heila.

Grunn­ur­inn er 125cc Honda Su­per­sport en boddíið er hand­smíðað úr hápóleruðu stáli, eins og sjá má, enda geta sæl­leg­ir og stál­heppn­ir eig­end­ur speglað sig um leið og þeir dást að nýja hjól­inu sínu.

jonagn­This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Read 2450 times