tekið af mbl.is
Það verður ekki minna – eða eigum við að segja meira – af öllu þegar mótorhjól eru annars vegar.
Minna er meira“ sagði þýski arkitektinn og húsgagnahönnuðurinn Ludwig Mies van der Rohe. Honum myndi því eflaust þykja þetta hjól frá Bandit9 heill hellingur þar sem það er ekki neitt neitt!
Bandit9 eru vanir að smíða mótorhjól sem tekið er eftir og nægir í því sambandi að nefna módel á borð við Nero MKII, The Bishop og núna þetta silfurlitaða listaverk sem nefnist Ava. Hún sver sig í ættina því hjólin frá fyrirtækinu eru iðulega list sem má hjóla á.
Aðeins níu stykki smíðuð
Eflaust munu færri komast að en vilja þegar hjólin verða sett á sölu því aðeins níu eintök voru smíðuð í það heila.
Grunnurinn er 125cc Honda Supersport en boddíið er handsmíðað úr hápóleruðu stáli, eins og sjá má, enda geta sællegir og stálheppnir eigendur speglað sig um leið og þeir dást að nýja hjólinu sínu.
jonagnThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.