Sunday, 06 December 2015 09:53

Tíu bestu mótorhjól ársins 2015 ??

Þegar stór er spurt þá er kannski erfitt að svara og þó. En að sjálfsögðu er þetta allt smekkur manna hvaða hjól er betra en hitt, síðan hvað ætlar þú að nota hjólið í ? en allavega ágætis tími að hugleiða þetta þar sem 2016 árgerðirnar eru farnar að láta sjá sig.

Valið er ekki í neinni sérstakri röð þ.e.a.s. hjólið sem fjallað er um fyrst er alls ekki það besta o.s.frv.

1. Ducati Scrambler kom ekki á óvart að það yrði valið, en við höfum fjallað áður um þetta hjól á síðum Gaflara. Hjólið höfðar til mjög margra, því þarna er ferskt og nokkuð nýtt útlit frá Ducati, þetta er svona græja sem hentar í mjög margt og ekki sakar að nútíma fatnaður og hjálmar hugsaðir fyrir hjólafólk passar mjög vel við þessa græju, retró en samt ekki, “off” road en samt ekki, smá café racer en samt ekki. Hjólið er bara flott og þá sérstaklega hjólið á teinafelgum. Kom flestum á óvart sem prufuðu það. Ég sá þetta hjól í sumar í USA og verð að segja að mér fannst það flottara á myndum heldur en sjá það “life” var nokkuð minna en ég bjóst við. Fékk aðeins að prufa það á bílastæði í umboðinu sem ég heimsótti og það lofaði bara góðu. Allavega fær flesta til að brosa.

 mynd1

 

2. Suzuki GSX-S750 hér er sambland af “street” fighter og café racer á sterum. Nakinn græja þar sem þú sérð allt sem máli skiptir, ekki allt falið með einhverjum plasthlífum. Einnig er það ekki með allt tölvustýrt, né er grind ekki það nýjast o.s.frv. En það er frábært að aka hjólinu og þú lætur þér ekki leiðast með þessari frábæru 4 strokka línuvél. Hjólið virðist vera nokkuð mikið léttara en þessi uppgefnu 470 pund. Þetta hjól er frábær prjóngræja (já ég veit alveg bannað), létt og lipurt innanbæjar sem og frábært  á vegum þar sem nóg er af beygjum, hvað er hægt að biðja um meira ?

 mynd 2

3. KTM 1290 Super Adventure þarna er græja sem segir við þig: Komum í ferðalag og tökum með slatta af farangri og okkur mun sko ekki leiðast. Nóg afl enda vélin tekin úr Super Duke hjólinu, góð fjöðrun sem er að hluta til tölvustýrð, góðar vindhlífar, nóg pláss fyrir þig og allt sem þú vilt taka með þér. Malarvegir eru ekkert mál svo lengi sem þú heldur ekki að þetta sé endúró hjól.

 mynd 3

4. Hver man ekki nafninu Indian, nei ekki amerískur indjáni á tveimur fótum heldur á tveimur hjólum. Nafnið er allavega mjög þekkt í heimi áhugamanna um mótorhjól. Margir hafa átt nafnið og reynt að hefja framleiðslu en alltaf endað frekar illa. Nú hefur stórt fyrirtæki eignast nafnið og upphafið hefur lofað mjög góðu. Þarna er komin verðugur keppinautur Harley Davidson og þessi græja sem valin er til umfjöllunar er kölluð Indian Scout. Hjólið er með vatnskældum mótor og alls ekki af stærri gerðinni. Þarna er retró útlit, en nokkuð nútímalega útfærsla á mörgu. Þetta er bara flottur “krúser” af smærri gerðinni, en sögð hestaflatala lofar góðu þ.e.a.s. 100 hestar og uppgefið verð líka ágætt um 10þús dollarar.

 mynd 4

5. Kawasaki Versys 1000 LT, sumir vilja meina að þetta sé góð græja til að ferðast á utan vega eða á mjög slæmum malarvegum, en nei hentar ekki í svoleiðis brölt frekar en t.d. GS1200 Bimmi. Er flottur á hefðbundnum malarvegum Kawinn og frábært almennt ferðahjól með alvöru fjögurra strokka línuvél. Sagt “höndla” virkilega vel, góð áseta, góðar vindhlífar og hægt að taka með farangur og farþega og öllum líður vel, þrátt fyrir að hjólið sé ekki hlaðið alls konar tölvustýringum.

 mynd 5

6. Ducati Monster 821, þarna er dúkki sem búin er að vera í framleiðslu lengi með ýmsar vélar. Það er til stærri Monster dúkki þ.e.a.s. með stærri vél, t.d. 1200 hjólið, en þessi græja getur alveg eins gert þig próflausa með hraði. Uppgefin hestöfl er nokkuð yfir 100 hestar og hjólið vigtar ekki mikið. Slit á framdekki verður örugglega lítið og að horfa beint upp gerist örugglega oft. Hjólið kallar á að því sé ekið hratt og hefur alla eiginleika í það, eflaust ekki margir sem getað notað alla eiginleikana til fulls: Frábærir aksturseiginleikar og fullt af tölvustýringum sem hjálpa þér að verða betri ökumaður.

 mynd 6

7. Einn drullumallari verður að fylgja í þessari upp talningu og sá kemur frá Yamaha og heitir YZ250FX. Þarna er græja sem er byggð á cross hjólinu YZ250F. Margir telja að WR250F hjólið væri hentugra fyrir stærri hóp og sérstakla þá sem eru kannski frekar óvanir brölti utanvega, en nei hjólið er frábærlega hannað,  dreyfing afls, fjöðrun gerir hjólið að virkilega meðfærilegri græju.

 mynd 7

8. Já það voru örugglega nokkrir farnir að spyrja hvað engin Bimmi uss ekkert að marka þessa upptalningu !! En jú BMW R1200R er bimminn sem er eitt af þessum tíu hjólum. Þarna er hjól með 1200cc vél og er vatnskælt, uppgefin hestöfl eru 125, fullt af tölustýringum til að aðstoða ökumann við flestar aðstæður. Frábær græja til að njóta akstur á góðum vegum og skilar þér brosandi heim, bara að muna að panta hjólið í svokölluðum Premium pakka því eins og allir vita þá kemur ekkert standard frá Þýskalandi þú verður að borga fyrir það.

mynd 8 

9. Annar Yammi og nú er það götuhjól sem kallað er Yamaha FZ-07 og segja má strax að Margur er knár þó hann sé smár. Vigtar lítil 400 pund og er tveggja strokka, frábært hjól innanbæjar sem og á vegum með fullt fullt af beygjum, ótrúlega mikið tog af svona í raun lítilli vél, en eins og áður sagt hjólið er létt og virkilega meðfærilegt og ekki fælir verðið eitthvað undir 7000 dollurum.

mynd 9

10. Þeir sem lögðu það á sig að lesa hingað voru farnir að örvænta um ? Hvað engin Harley !! Jú það er Harley Davidson Low Rider, þetta hjól hefur ekki verið í boði í nokkurn tíma hjá Harley, en er nú boðið aftur aðallega vegna þess að (já smá grín í lokin) maður einn sem stundum er kallaður HÚNI sagði Harley mönnum að hann vildi að fara að endurnýja og fá sér nýjan Low Rider ! Nýjan græjan kemur með 103 c.inc vél og uppgefin hestöfl eru ekki til frekar en venjulega, en togið er gott um 100 ft/lbs, en ef þú ert að leita af hestöflum í standard Harley þá færðu þér annað hjól. Hjólið kemur með tvöföldum diskabremsum og eins og áður sagt fullt af togi. Þetta er krúser og þú skalt ekkert vera að flýta þér í gegnum beygjur því þá bara rekur þú eitthvað niður enda heitir hjólið Low Rider. Ath. myndin af Hallanum er aðeins neðar.

mynd 10

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

 

 

 

 

 

Read 1637 times Last modified on Sunday, 06 December 2015 10:04