Thursday, 19 November 2015 07:49

50.000 hjól á árinu

tekið af mbl.is

50.000 hjól á ár­inu

 

Ítalski mótor­hjóla­smiður­inn Ducati sló öll fyrri met er hann af­henti fimm­tíuþúsund­asta hjólið á einu ári í fyrsta sinn í sögu sinni.

Það var hinn þann 10. nóv­em­ber síðastliðinn að Ducati af­henti 50 þúsund­asta hjólið á ár­inu. Er þar um að ræða 23% aukn­ingu miðað við sama tíma­bil í fyrra, en þá voru af­hent hjól 40.650.

Fjöldi af­hend­inga á eft­ir að aukast tals­vert þar sem enn voru eft­ir 50 dag­ar af ár­inu er metáfang­inn náðist.

Á mótor­hjóla­sýn­ing­unni EICMA sem nú stend­ur yfir í Míklanó á Ítal­íu frum­sýn­ir Ducati sjö ný mód­el sem koma á göt­una 2016. Í fylk­ing­ar­brjósti er XDia­vel ferðahjól­inu sem er eig­in­lega ný út­gáfa af Dia­vel-hjól­inu. Einnig sýn­ir Ducati nýja út­gáfu af Panigale 959, tvær út­gáf­ur af Multistrada 1200, tvær nýj­ar af Scrambler og þrjár af Hypermot­ard.

Á mynd­skeiðinu hér á eft­ir má sjá XDia­vel-hjólið.

https://youtu.be/s7ibGORIG48

Read 2864 times