Wednesday, 18 November 2015 12:42

Fjöldi nýrra mótor­hjóla frum­sýnd­ur

tekið af mbl.is

Fjöldi nýrra mótor­hjóla frum­sýnd­ur

 
Nýtt Moto Guzzi V9 hefur þegar verið frumsýnt en margra nýrra ítalskra hjóla er að ... stækka

Nýtt Moto Guzzi V9 hef­ur þegar verið frum­sýnt en margra nýrra ít­alskra hjóla er að vænta á EICMA.

Í dag opn­ar EICMA-mótor­hjóla­sýn­ing­in í Mílanó sali sína fyr­ir for­vitn­um sýn­ing­ar­gest­um en hún er eina stóra mótor­hjóla­sýn­ing árs­ins ef frá er tal­in Tokyo Motor Show þar sem In­termot-sýn­ing­in í Þýskalandi er aðeins hald­in annað hvert ár.

Margt nýrra gerða verður að sjá og sum­ar þeirra þegar komn­ar fram í dags­ljósið með mynd­um frá fram­leiðend­um. Þar sem sýn­ing­in var opnuð í dag er ekki mögu­legt að sýna mynd­ir frá henni í þessu blaði en við mun­um gera því betri skil í næsta þriðju­dags­blaði. Þangað til skul­um við skyggn­ast aðeins inn fyr­ir tjöld­in og sjá það helsta frá stærstu fram­leiðend­un­um.

Ítal­irn­ir fyr­ir­ferðar­mikl­ir

Ítölsku fram­leiðend­urn­ir verða fyr­ir­ferðar­mikl­ir eins og oft áður á EICMA enda sýn­ing­in á ít­alskri grund. Bimota er að vakna úr dvala með tvær nýj­ar gerðir, Tesi 3D RaceCa­fe-hjólið og Im­peto; nakið götu­hjól sem not­ast við sömu vél og Ducati Dia­vel en með forþjöppu fer það hjól yfir 190 hest­öfl. Ducati er með níu frum­sýn­ing­ar á EICMA en þau sem munu vekja mesta at­hygli eru nýtt Multistrada 1200 með meiri tor­færu­eig­in­leika og að öll­um lík­ind­um minni út­gáfa Scrambler-hjóls­ins. Einnig er að vænta nýs Dia­vel-hjóls með reimdrifi en það er kallað X og verður enn meir í stíl við Victory og Harley-Dav­idson en áður. MV Agusta er með tvær nýj­ar upp­færsl­ur og Aprilia mun alla­vega sýna 230 hestafla of­ur­hjól þótt lítið hafi frést meira frá þeim fram­leiðanda. Loks er Moto Guzzi að koma með fjög­ur ný hjól en það eina sem sést hef­ur fyr­ir sýn­ing­una er V9, sem er nokk­urs kon­ar retro-hjól í stíl við Triumph Bonn­eville.

Fimm ný hjól frá BMW

Af öðrum Evr­ópu­lönd­um er mest að frétta frá Þýskalandi en BMW verður með fimm ný hjól á sýn­ing­unni auk til­raun­ar­af­hjóls sem bygg­ist á RR og kall­ast ein­fald­lega eRR. Stærstu frétt­irn­ar eru ef­laust nýtt Scrambler-hjól sem þegar hef­ur komið í til­rauna­út­færslu og nýtt hjól af smærri gerðinni sem er G310R hjólið. Auk þess koma nýtt G650 Sport, G650 GT og nýtt F-hjól. KTM mun frum­sýna nýtt 690 Duke með nýj­um mótor sem og nýtt 1290 Super Duke GT-ferðahjól. Auk þess er von á sér­út­gáfu af Super Duke R sem nokk­urs kon­ar til­rauna­verk­efni. Husqvarna mun sýna fram­leiðslu­út­gáf­ur 701-hjól­anna en lík­legt er að 401-hjól­in fái að bíða þar til á næsta ári þótt ekk­ert sé hægt að segja um það ennþá. Triumph mun frum­sýna vatns­kæld­ar út­gáf­ur Bonn­eville og Thruxt­on sem og ný Speed Triple S og R, en einnig er von á upp­færslu af Tiger Explor­er 1200.

Tvö ný forþjöppu­hjól?

Það er aðeins erfiðara að lesa í japönsku fram­leiðend­urna þar sem ekki hef­ur verið mikið um frum­sýn­ing­ar fyr­ir sýn­ing­una sjálfa. Honda mun að öll­um lík­ind­um sýna tvö ný 250 rsm hjól, CRF250 Rally og CBR250 RR, en ekki er talið lík­legt að við fáum að sjá nýtt 1000-hjól strax. Kawasaki og Suzuki munu ör­ugg­lega bæði hafa ný tveggja strokka forþjöppu­hjól til sýn­is en Suzuki frum­sýndi sína vél á sýn­ing­unni í Tókýó ný­lega. Suzuki og Kawasaki hafa með sér sam­starf um marga hluti og því má vænta að bæði Suzuki Recursi­on og Kawasaki S2 verði frum­sýnd á EICMA. Spurn­ing­in er hvort Suzuki muni einnig sýna nýj­ar út­gáf­ur GSX-R-hjól­anna en það á eft­ir að koma í ljós. Yamaha á 60 ára af­mæli á þessu ári og því er lík­legt að við mun­um sjá eitt­hvað nýtt frá þeim, þótt aðeins hafi verið „strítt“ með mynd­um af nýju MT 150 rsm hjóli en von­andi verður nýtt R6-hjól einnig frum­sýnt.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 
BMW frumsýndi á dögunum nýtt G310R-hjól sem er minnsta hjólið sem BMW framleiðir og er ...

BMW frum­sýndi á dög­un­um nýtt G310R-hjól sem er minnsta hjólið sem BMW fram­leiðir og er unnið í sam­starfi við ind­verska fram­leiðand­ann TVS.

Suzuki frumsýndi forþjöppuvélina í tilraunahjóli á Tokyo Motor Show nýlega en framleiðsluútgáfu er að vænta ...

Suzuki frum­sýndi forþjöppu­vél­ina í til­rauna­hjóli á Tokyo Motor Show ný­lega en fram­leiðslu­út­gáfu er að vænta á EICMA í ár. 

 

Read 5817 times