Tuesday, 03 November 2015 11:08

Framtíðin í mótor­hjól­um?

tekið af mbl.is

Framtíðin í mótor­hjól­um?

 
Motobot er vélmenni sem er hannað til að ráða við akstur mótorhjóls. stækka

Moto­bot er vél­menni sem er hannað til að ráða við akst­ur mótor­hjóls. mbl.is/​afp

Tokyo Motor Show er sýn­ing sem snýst um að sýna nýj­ustu tækni í heimi far­ar­tækja og þess vegna snýst hún ekki ein­ung­is um bíla, held­ur líka mótor­hjól og stund­um jafn­vel vél­menni lika.

Yamaha sýndi okk­ur inní alla þessa heima á sýn­ing­unni því að Yamaha frum­sýndi ekki aðeins sinn fyrsta bíl held­ur einnig þríhjóla sport­mótor­hjól og vél­menni sem get­ur keyrt al­vöru keppn­is­hjól.

Vél­mennið veit­ir inn­sýn

Moto­bot er sjálf­virkt vél­menni sem get­ur tekið ákv­arðanir og er hannaður til að ráða við akst­ur mótor­hjóls, sem er ekk­ert smá­verk­efni fyr­ir tækni­menn Yamaha. Moto­bot er ekk­ert fyr­ir að keyra lít­il æf­ing­ar­hjól og læt­ur ekk­ert minna duga en aðeins breytt Yamaha R1M.

Þríhjóla MWT-9 mótorhjólið er með tvö hjól að framan, en saman veita þau meira grip ...

Þríhjóla MWT-9 mótor­hjólið er með tvö hjól að fram­an, en sam­an veita þau meira grip við hvers kon­ar aðstæður og koma í jafn­vel í veg fyr­ir fall. mbl.is/​afp

Stefn­an er að hann geti ekið óbreyttu hjóli á keppn­is­braut á meira en 200 km hraða. Í frétta­til­kynn­ingu frá Yamaha seg­ir að verk­efnið að láta vél­menni stýra mótor­hjóli sé óend­an­lega flókið og krefst mik­ill­ar ná­kvæmni á mörg­um sviðum. Með þessu næst fram inn­sýn í alla þætti mótor­hjóla­akst­urs og þar af leiðandi meiri ár­ang­ur í tækni­leg­um ör­ygg­is­búnaði mótor­hjóla sem við gæt­um farið að sjá inn­an tíðar í fram­leiðslu­hjól­um. Hvort vél­mennið verður farið að ögra Valent­ino Rossi til keppni fljót­lega verður þó að koma í ljós.

Með gripið í beygj­urn­ar

Þríhjóla MT-09 var einnig frum­sýnt í Tokyo en það kall­ast reynd­ar MWT-9 en það stend­ur fyr­ir Multi-Wheel. Með því að hafa tvö fram­hjól í fullri stærð á það að hafa enn meira grip í beygj­um en venju­legt mótor­hjól. Hjólið er með þriggja strokka 850 rsm vél og út­lits­lega virðist hjólið jafn­vel vera til­búið til fram­leiðslu. Fjöðrun­in er mjög slaglöng til að geta leyft fram­hjól­un­um að halla mikið enda var þró­un­ar­heiti þess „Corner­ing Master“ eða meist­ari beygj­unn­ar. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Read 1297 times