Wednesday, 30 May 2012 11:06

Haukur Richardsson

 

Fallinn er frá Haukur Richardsson, stundum kallaður Haukur tollari. Þeir sem eru eldri en tvævetur á mótorhjólum þekktu allir þennan góðlega karl sem sást hvarvetna þar sem að hjólfólk kom saman. Haukur var virkur félagi í Bifhjólasamtökum Lýðveldisins, Drullusokkum og Vélhjólafjelagi Gamlingja. Hann var óhemju áhugasamur um mótorhjól og hafði umgengist þau lengur en flestir eða meira en hálfa öld. Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar þakka fyrir samfylgdina og votta aðstandendum og vinum sína dýpstu samúð.
 
Trúarjátning bifhjólamannsins
Ég trúi á bifhjólið, tákn frelsisins. Ég trúi á heilagt tvíeyki, bifhjólið og manninn. Ég trúi á lífið og bremsurnar og dauðann, og inngjöf að eilífu.
Amen.
 
Frá Drullusokkum:
Útför Hauks Richardssonar verður gerð út frá Fríkirkjunni í Reykjavík næstkomandi föstudag kl 15:00 en hann ber upp á 1. júní. Það verður mikið af mótorhjólafólki sem kemur til með að fylgja honum Hauki enda vinamargur maður, það eru uppi hugmyndir um að hafa hópkeyrslu honum til heiðurs eftir útförina. Við erum nokkrir vinir Hauks hér í Eyjum sem ætlum að fara á mótorhjólum suður og vera við jarðarförina.

 

Read 3709 times Last modified on Saturday, 13 October 2012 21:38