Tuesday, 13 October 2015 11:30

Super Cub í rafút­gáfu

tekið af mbl.is

Super Cub í rafút­gáfu

 
Hugmyndaútgáfa Honda af Super Cub rafhjólinu verður sýnd á bílasýningunni í Tókýó. stækka

Hug­mynda­út­gáfa Honda af Super Cub raf­hjól­inu verður sýnd á bíla­sýn­ing­unni í Tókýó.

Vin­sæl­asta skell­inaðra heims, Honda Super Cub, verður senn boðin raf­knú­in í stað bens­ín­vél­ar.

Tvær nýj­ar út­gáf­ur af hjól­inu verða kynnt­ar á bíla­sýn­ing­unni í Tókýó 29. októ­ber til 8 og er rafút­gáf­an önn­ur þeirra. Í aðal atriðum er haldið hinu klass­íska lagi og rúm­lega hálfr­ar ald­ar ein­kenn­um Super Cub-hjóls­ins.

Honda hef­ur haldið þyngd­armiðju raf­hjóls­ins lágu með því að koma þung­um raf­geym­in­um fyr­ir á sama svæði og vél­ina er að finna í hefðbundnu út­gáfu Super Cub. Fyr­ir bragðið er aðgengi að hjól­inu auðveld­ara. Raf­geym­inn má taka létti­lega úr hjól­inu og því hægt  að taka hann inn í hús og hlaða í venju­legri heim­il­istaug.
 
Frá því smíði var haf­in á Super Cub-hjól­inu árið 1958 hafa selst af því 87 millj­ón­ir ein­taka. Hef­ur ekk­ert mótor­hjól selst jafn vel í ver­ald­ar­sög­unni. Og fjöld­inn er meiri en sem nem­ur sam­an­lagðri sölu þriggja næst sölu­mestu far­ar­tækj­anna, Toyota Corolla, Volkswagen Beetle og Ford Model T.

Sem stend­ur er Super Cub hjólið frá Honda fram­leitt í 15 smiðjum í 14 lönd­um og það er selt í 160 lönd­um.

 
Read 4552 times