Monday, 12 October 2015 20:52

Ein­stök forn­bíla­sýn­ing í London

tekið af mbl.is

Ein­stök forn­bíla­sýn­ing í London

 
Elsta eintakið af Aston Martin sem enn er keyrandi, módelið A3. stækka

Elsta ein­takið af Ast­on Mart­in sem enn er keyr­andi, mód­elið A3.

Þeir sem leggja leið sína til Lund­úna um næst­kom­andi mánaðar­mót og hafa tíma aukreit­is frá öðrum er­ind­um gætu upp­lifað ein­staka forn­bíla­sýn­ingu.

Hér er um að ræða sýn­ing­una „Classic & Sports Car“ sem sam­nefnt tíma­rit stend­ur fyr­ir dag­ana 30. októ­ber til fyrsta nóv­em­ber, að báðum dög­um meðtöld­um, í Al­ex­andra Palace.
Þar mun hver gæðavagn­inn af öðrum úr tím­ans rás verða til sýn­is, en í önd­vegi verða bíl­ar frá breska bílsmiðnum Ast­on Mart­in.

Þar á meðal verður elsti Ast­on Mart­in sem enn er öku­fær, en hann er af gerðinni „A3“. Hann er frá ár­inu 1921 og sá eini af fjór­um frum­gerðum stofn­end­anna Robert Bam­ford og Li­o­nel Mart­in sem enn er til.

Hinir klassísku Aston Martin DB5 og DBS V8 verða á sýningunni í London.

Hinir klass­ísku Ast­on Mart­in DB5 og DBS V8 verða á sýn­ing­unni í London.

Hann verður í góðum fé­lags­skap syst­ur­mód­el­anna DB MkIII, DB5, V8, DB7, Vanquish og DB9 GT. All­ir þess­ir bíl­ar voru smíðaðir í hönd­un­um á sín­um tíma.

Á sýn­ing­unni verða á fjórða hundrað forn- og klass­ískra bíla úr söfn­um heims­frægra bíla­safn­ara og forn­bíla­sala. Verða þar sam­an komn­ar helstu goðsagn­ir bíla­sög­unn­ar síðustu 60 árin.

Read 4247 times