Wednesday, 19 August 2015 12:41

„Ástandið er mjög slæmt“

tekið af mbl.is

„Ástandið er mjög slæmt“

 
Malbikið hefur verið óvenju hált í sumar að mati vélhjólamanna. stækka

Mal­bikið hef­ur verið óvenju hált í sum­ar að mati vél­hjóla­manna. mbl.is/​Eggert

Bif­hjóla­menn hafa haft orð á því að mal­bik sé óvenju hált á höfuðborg­ar­svæðinu. „Þetta er mjög slæmt fyr­ir hjóla­fólk en þetta verður hált fyr­ir alla veg­far­end­ur þegar mal­bikið blotn­ar,“ seg­ir Emil Ant­on Sveins­son, bif­hjóla­maður, við mbl.is. Vega­gerðin mun hefja hálku­mæl­ing­ar í dag.

„Þetta versn­ar bara þegar líður á haustið, þegar það kóln­ar og svona, þá verður þetta ein­fald­lega hált.“ Emil seg­ir að það sé eins og tjar­an fljóti upp þegar göt­ur séu mal­bikaðar. „Maður hef­ur séð þetta áður en aldrei í sama mæli og nú í sum­ar og ástandið er mjög slæmt þetta árið.“

„Þetta á ekki að vera svona“

Hann hef­ur haft sam­band við Vega­gerðina út af þessu og fólk þar ætlaði að kanna ástand verstu kafl­anna. „Fólk hjá Vega­gerðinni vissi af þessu og ætlaði í hálku­próf­an­ir á verstu stöðunum. Þetta var fyr­ir viku og ég hafði sér­stak­lega á orði að kafl­inn frá Nesti í Foss­vogi og uppund­ir Hamra­borg­ina rosa­lega slæm­ur. Þessi kafli var mal­bikaður fyr­ir um það bil mánuði og ef mótor­hjóla­fólk fer á miðjar ak­rein­ar þá erum við að setja okk­ur í hættu.“ 

Emil bend­ir á að þessi staður sé einnig slæm­ur vegna þess að há­marks­hraðinn eru 80 kíló­metr­ar. „Þetta er líka í beygju þannig að ástandið þarna er skelfi­legt.“

Hann seg­ir að það hafi verið mik­il lukka fyr­ir mótor­hjóla­fólk að nán­ast ekk­ert hafi rignt í sum­ar. „Þetta er búið að vera frá­bært sum­ar og eng­in rign­ing.“

Emil finnst und­ar­legt að nýtt mal­bik setji veg­far­end­ur í hættu. „Í lönd­um þar sem gæðaeft­ir­lit er í lagi hefði verktak­inn átt að rífa mal­bikið upp og gera þetta upp á nýtt. Þetta á ekki að vera svona. Nýtt mal­bik á ekki að setja veg­far­end­ur í hættu. Ef við erum far­in að veigra okk­ur við því að hjóla á nýju mal­biki þá er eitt­hvað að.“ 

Tjöru­himna mynd­ast yfir mal­bik­inu

Sam­kvæmt Bjarna Stef­áns­syni, deild­ar­stjóra hjá Vega­gerðinni, hefjast hálku­mæl­ing­ar í dag. „Þá erum við að meta hversu hált þetta er og þar fram eft­ir göt­un­um,“ seg­ir Bjarni við mbl.is. Aðspurður seg­ir hann eitt­hvað verða gert ef ein­hverj­ir veg­kafl­ar þykja of hálir.

„Tjar­an press­ast upp út und­an völt­ur­un­um og þá mynd­ast tjöru­himna yfir mal­bik­inu. Þetta hef­ur verið með meira móti á nokkr­um stöðum, til að mynda við Smáralind og við Foss­vog­inn. Þessi mál eru öll í skoðun.“

 
Malbikað.

Mal­bikað. mbl.is/Þ​órður

 

Read 6616 times Last modified on Wednesday, 19 August 2015 12:44