Sunday, 02 August 2015 18:21

Rign­ing truflaði kvart­mílu­keppn­ina

 

 
Guðmundur Guðlaugsson og Birgir Kristinsson rjúka af stað. stækka

Guðmund­ur Guðlaugs­son og Birg­ir Krist­ins­son rjúka af stað. Ljós­mynd/​B&B Krist­ins­son

Nýtt Íslands­met var sett í svo­nefnd­um G+ flokki mótor­hjóla á þriðju um­ferð Íslands­móts­ins í kvart­mílu sem fram fór á kvart­mílu­braut­inni í Kap­ellu­hrauni við Hafn­ar­fjörð.

Þar var að verki Guðmund­ur „púki“ Guðlaugs­son sem ók mílu­fjórðung­inn á 9,432 sek­únd­um sem svar­ar til 153,64 mílna hraða, sem jafn­gild­ir 246 km/​klst.

Þótt dag­ur­inn hafi byrjað vel truflaði rign­ing keppni síðdeg­is og tókst ekki að klára alla flokka henn­ar vegna þessa.

Áður en rign­ing­in lét til sín taka hafði keppni verið lokið í þrem­ur flokk­um af fimm. Eft­ir var að keppa til úr­slita í flokki breyttra hjóla og í Street-flokki. Í þeim síðar­nefnda var aðeins hrein úr­slita­ferð eft­ir.

Þess­ar viður­eign­ir verða út­kljáðar í fjórðu um­ferði Íslands­móts­ins, sem fer fram fer eft­ir sum­ar­frí kvart­múlu­manna, eða 29 ág­úst næst­kom­andi. 

Úrslit dags­ins urðu ann­ars sem hér seg­ir:

G+
1. Guðmund­ur Guðlaugs­son
2. Birg­ir Krist­ins­son

TS
1. Garðar Ólafs­son
2. Daní­el G. Ingi­mund­ar­son

OF
1. Harrý Þór Hólm­geirs­son
2. Leif­ur Ró­sen­berg­son

 
Frá keppni í þriðju umferð Íslandsmótsins í kvartmílu í Kapelluhrauni.

Frá keppni í þriðju um­ferð Íslands­móts­ins í kvart­mílu í Kap­ellu­hrauni. Ljós­mynd/​B&B Krist­ins­son

Frá keppni í þriðju umferð Íslandsmótsins í kvartmílu í Kapelluhrauni.

Frá keppni í þriðju um­ferð Íslands­móts­ins í kvart­mílu í Kap­ellu­hrauni. Ljós­mynd/​B&B Krist­ins­son

 
 
 
Read 6598 times Last modified on Sunday, 02 August 2015 18:23