Wednesday, 15 July 2015 11:08

Hyggst ná 643 km hraða á mótor­hjóli

mynd4mynd3

tekið af mbl.is

Mótor­hjóla­smiður­inn Triumph ætl­ar að freista þess í næsta mánuði að slá hraðamet á tveggja hjóla far­ar­tæki á Bonn­eville saltstepp­unni í Utah-ríki í Banda­ríkj­un­um. Tak­markið er að rjúfa 400 mílna múr­inn, það er að ná 643 km/​klst ferðhraða.

En þetta verður ekki reynt á neinu venju­legu mótor­hjóli held­ur tví­hjóla fák sem lík­ist öllu held­ur eld­flaug á hjól­um. Manna á meðal geng­ur far­ar­tækið und­ir nafn­inu Castrol Rocket og er eins og byssukúla í lag­inu. Inni í sterkri en léttri koltrefja­skel­inni leyn­ist mótor­hjól. Form­legt heiti þess er þó Triumph Streaml­iner.

Tvær Rocket III eld­flauga­vél­ar sem ganga fyr­ir met­anóli verða í búk hjóls­ins mikla en þær munu skila um 1.000 hest­öfl­um. Metið sem ætl­un­in er að slá hljóðar upp á 605 km/​klst og var sett 2010 af svo­nefndu Ack Attack liði sem brúkaði sér­smíðaða Suzuki­vél í bíl sín­um. Í míl­um talið hljóðar það upp á 376,3 slík­ar.

Guy Martin mátar níðþröngan stjórnklefa Triumph Streamliner.

Guy Mart­in mát­ar níðþröng­an stjórn­klefa Triumph Streaml­iner.

Far­ar­tæki Ack Attack minnti líka síst á mótor­hjól en var ekki eins straum­línu­laga og Castrol Rocket. Und­ir stýri í til­raun­inni í næsta mánuði verður ann­álaður bresk­ur mótor­hjólaknapi og sjón­varps­maður að nafni Guy Mart­in. „Mér lík­ar í al­vör­unni að fara hratt yfir og von­andi tekst mér að end­ur­heimta metið fyr­ir hönd Bret­lands,“ seg­ir Mart­in og hlakk­ar til að glíma við fák­inn mikla.

 

 

 

 

 

Read 6603 times