Wednesday, 01 July 2015 21:46

Há­tækni­hjálm­ur sem set­ur markið hátt

tekið af mbl.is

Í dag þykir nán­ast sjálfsagt að mæla­borðin í bíl­um séu hlaðin skjám og tækni­græj­um af ýms­um toga sem létta akst­ur­inn og bæta ör­yggið. Má varla gera minnstu mis­tök bak við stýrið öðru­vísi en að viðvör­un­ar­ljós blikki og segi öku­mann­in­um að passa sig.

Mótor­hjóla­fólk hef­ur ekki fengið að taka þátt í þess­ari bylt­ingu og hef­ur þurft að láta sér nægja hjálma sem í besta falli eru með heyrn­ar­tól­um sem tengja má við farsím­ann gegn­um blát­ann­arteng­ingu.

Nú gæti þetta breyst, með hjálm­in­um In­telli­g­ent Cr­ani­um iC-R. Safnað er fyr­ir fram­leiðslunni á Indiegogo og hef­ur farið frek­ar hægt af stað, en markið er sett á að afla 300.000 Banda­ríkja­dala til að koma hjálm­in­um á markað.

Þegar hjálm­ur­inn er kom­inn á höfuðið blasa við tveir smá­ir LCD-skjá­ir sem tengd­ir eru við tvær mynda­vél­ar aft­an á hjálm­in­um. Ökumaður­inn hef­ur þannig gott út­sýni beint aft­ur fyr­ir sig. Skjá­irn­ir sýna líka ým­iss kon­ar skila­boð og var­ar hjálm­ur­inn við ef annað öku­tæki er mjög ná­lægt mótor­hjól­inu aft­an­verðu.

Vita­skuld er GPS-kerfi inn­byggt í hjálm­inn og blát­ann­ar­kerfi, en til að setja punkt­inn yfir i-ið er iC-R með sól­ar­sellu sem safn­ar raf­magni meðan ekið er.

Eiga fram­leiðend­urn­ir von á að geta selt hjálm­inn fyr­ir 1.600 dali út úr búð, jafn­v­irði ríf­lega 210.000 króna. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 
 

 

 
Read 11170 times Last modified on Thursday, 02 July 2015 18:24