Sunday, 03 May 2015 19:39

Ferðalag Breskt er Best !!!!

Ferðalag Breskt er Best ??? Það eru ástæður fyrir öllu og ástæða nafns þessarar greinar er sú að fyrir nokkrum dögum ákváðu fjórir aðdáendur/eigendur breskra mótorhjóla að skella sér með östuttum fyrirvara til Englands á mótorhjólasýningu á Stafford, en þarna eru hundruðir sölubása með nýjum og gömlum hlutum í bresk mótorhjól (jú svo þrjár skrúfur í eitthvað annað!!!). Einnig eru til sýnis hundruðir eldri mótorhjóla, þ.e.a.s. hjól sem sýnd eru til að taka þátt í svona fegurðarkeppniog svo hjól margra mótorhjólaklúbba, sem og hjól sem bjóða á upp til hæstbjóðanda, svo eru einstaklingar með hjól sýn til sölu, svo það er nóg að skoða og gera. Ekki má gleyma að alltaf eru frægir mótorhjóla keppnis ökumenn sem segja sögur sínar á vissum tíma á þessum tveimur dögum sýningarinnar ofl. ofl.

 DSCF7566

Það verður að kynna ferðalangana til sögunnar, fyrstan skal kynna mótorhjólamann númer eitt á Íslandi: Hilmar Lúthersson=tæmerinn, gamli, Þverhaus nr. 2, Drullusokkur nr. 0 og Snigill nr. 1, Birgir Jónsson=Biggi Breti, Hjörtur Jónasson skipstjóri. Þessir þrír vita meira um bresk mótorhjól en nokkur annar hér á landi, einnig eru þessir vitringar með betri mekkumlandsins þegar kemur að uppgerð sem og þegar gera þarf að gera við þessa eðalgripi sem gerist nú nær aldrei þegar þeir hafa farið höndum um þau. Ja svo sögu-höfundur.

 

 

DSCF7556

DSCF7555

DSCF7557

 DSCF7558

Ferðalagið hefst á föstudegi og flugvélin á að fara í loftið kl. 07:40 og þar sem samferða- félagar mínir búa útá landi þá voru þeir mættir tímalega hjá mér !! eða um kl. 04:00 til að missa örugglega ekki af vélinni !! Því vorum við búnir að borða morgunmat í umbreyttri flugstöð þegar við sjáum nokkra menn sem við þekktum. Þarna voru mættir Torfi Hjálmarsson gullsmiður/blikksmiður/blöndungasérfræðingur ofl. og sex aðrir sem hann tjáði okkur að væru trúvillingar því þeir ættu ekki bresk mótorhjól (kannski smá ýkjur). Torfi sagði okkur að þeir væru líka að fara á Stafford sýninguna og hann hefði verið að skipu- leggja þessa ferð í um ár !!! Af hverju svo lengi ?? Jú sko sagði hann varð að finna menn sem hefðu engan áhuga á breskum mótorhjólum og skilyrði að fá að fara með væri að koma með tómar feðartöskur sem hann gæti nýtt sér til að taka með varahluti heim !!! En Torfi á mjög stórt safn mótorhjóla af ýmsum gerðum og nokkur þeirra eru í uppgerð. Við í hópnum Breskt er Best ákváðum með “samþykkiTorfa að hans hópur myndi heita Torfi og Dvergarnir sjö !!

 

Vélin lendir í London á réttum enskum tíma, en eins og allt annað breskt sem fer hratt yfir þá flýta þeir klukkunni um eina klst. á vorin. Síðan var náð í bílaleigubifreið vora sem átti að vera VW Passat en reyndist vera Ford Mondeo. Síðan var stefnan tekin á Birmingham, en þar er eflaust lang stærsta mótorhjólasafn breskra mótorhjóla í heiminum. Þetta er heimfrægt safn og ekki varð það minna þekkt eftir að stór hluti þess brann og mjög mörg mótorhjól eyðilögðust. Við höfðum held ég allir heimsótt þetta safn bæði fyrir og eftir brunann. Við náðum vel rúmum tveimur tímum þarna, en það má alveg eyða heilum degi þarna og ekki láta sér leiðast. Við fréttum síðar að Torfi og Dvergarnir hefðu náð um tíu mínútum þarna, ja sko þeir komu sko með sömu flugvél !! Ástæða þessa segir sagan er sú að þeir gátu ekki komið sér saman um hvaða litur ætti að vera á bílaleigubifreiðinni !!! Einnig var sagt að þetta hefði fallið á jöfnum atkvæðum= lýðræði gengur ekki. Hjá okkur var þetta einfalt= það er alltaf bara einn skipstjóri á hverju skipi= Hjörtur.

DSCF7560 

 

Mættir á hótelið á góðum tíma sem var um þrjátíu mínútum frá sýningunni, síðan var snæddur kvöldverður og farið í háttinn snemma því 3/4 hlutar hópsins telst til eldri borgara eins og sést á aðgöngummiðum þriggja ferðalanga=Senior Citizens !! Mætt var í morgunmat kl. 06:30 þó það væri ekki opnað fyrr en kl. sjö !! Mætt á sýninguna tímanlega (ja svona okkar á milli um einum og hálfum tíma fyrir opnun) en sýning hefst stundvíslega kl. 09:00. Menn voru spenntir og tilbúnir með langa innkaupalista sem og stórar parta-bækur, já allir nema söguhöfundur, hann hafði ekki leyfi fyrir innkaupum, var sko búin að kaupa alltof mikið fyrir sýninguna sem eins og áður er fram komið var ákveðin með mjög skömmum fyrirvara. Það er farið í röð og þegar sýningarhliðið opnar er þetta eins og auglýst stórútsala kjóla fyrir konur !! Nei nei bara smá ýkjur. Það er ákveðið að menn skipti liði og síðan að hittast í hádeginu til að borða. Ég get ekki sagt hvað félagar mínir gerðu þennan fyrri dag, en ég gekk um og skoðaði, spjallaði við þá sem voru að sýna varning og hjól. Á ferðalagi mínu hitti ég af og til nokkra úr Dvergahópnum en ekki Torfa. Þeir voru svona með starandi augnaráð og spurðu mig nokkrum sinnum: Eru virkilega engin japönsk hjól á þessari sýningu !! Ég svara. Nei það er á haustsýningunni. Reyndar fréttist af einu XS650 Yamaha til sölu þarna, en það er bara sæmileg eftirlýking af Breta svo það sleppur ekki rétt.

 DSCF7561

DSCF7562

DSCF7563

 

Hádegi og við Hjörtur hittumst á fyrirfram ákveðnum stað eins og ákveðið var til að snæða, en hvar eru félagar vorir, Hilmar og Biggi ?? Nei sjást ekki og símasamband lélegt við þá. Svo við snæðum einir. Dagurinn líður hratt og klukkan er orðin fimm áður en maður veit af, það er haldið að bílnum og sem betur fer það er stórt farangursrými því félagar mínir hafa fundið þrjár skrúfur sem vonandi passa !! Næsti dagur er eins og sá fyrri mætt snemma í morgunmat og snemma á sýninguna þrátt fyrir að það sé sunnudagur. Nú eru menn í mínum hóp meira afslappaðri og ég fæ að fljóta með Hirti við skoðanir á ýmsu dóti. Við hittum Bigga sem sagði bara T-150, T-150 sem er týpuheiti Triumph Trident. En Biggi er að raða einu svoleiðis saman í rólegheitum eftir að vinur hans plataði útúr honum einn T150 sem Biggi var búin að eiga í tugi ára, skilst að þessi platarisé kallaður Bruni og búi á norðureyjunni, jú Biggi hafði einnig fundið bensíntank fyrir Norton Roadster. Ekki löngu fyrir lok sýningar hittum við Torfa sem var eitt sólskinsbros, með fimm poka í hvorri hönd sem og bakpoka. Með honum í för voru nokkrir Dvergar sem sögðu ekki mikið voru svona hálf þreytulegir enda klifjaðir breskum varningi. Þeir voru spurðir um innkaup ?? Torfi á þetta sögðu þeir í einum kór !! Heim var haldið á hótel að skoða innkaup dagsins sem og fyrri dags kaup og nú var veisla, en jú ekki má gleyma að báða dagana mætti Hilmar/Tæmerinn við inngang sýningarinnar nokkru eftir að sýningu lauk, kannski ekki skrýtið því Breskari gerast menn varla og þó hann tali nær enga ensku þá stóð það ekki í karli að versla og versla og versla í Breskt er bara langbest !! Að lokinni skoðun á varning (nema ég keypti ekki neitt !!) þá var snæddur kvöldverður.

 DSCF7565

Mánudagur er runninn upp og nú skal ferð áfram haldið og nú á að hitta góðan vin Hjartar sem heitir ef ég fer rétt með Ron Hossel og er snillingu í nær öllu sem viðkemur mótorhjólum og þá aðallega Triumph, sama hvort um er að ræða mótorbreytingar eða viðgerðir, var snillingur í að mála bensíntanka (reyndar hættur því). Ron og eiginkona hans taka á móti okkur eins og þau hafi þekkt okkur í fjölda ára, en ég hafði reyndar heimsótt Ron áður ásamt Hirti. Þarna í skúrnum hjá Ron voru nokkur hjól mislangt komin í breytingum og þá aðallega mótorbreytingar. En hann nær vel yfir 100 hestum útúr tveggja strokka Triumph mótor, já mótor með undirlyftustöngum framleiddum einhvern tíma á síðustu öld !!!, geri aðrir betur. Kostar reyndar dulítið. Þarna eyddum við drjúgum tíma í spjall og tíminn leið hratt.

 DSCF7599

DSCF7610

DSCF7611

 DSCF7612

DSCF7613

 

Næst var (vona að ég sé með þetta í réttri röð !!!) haldið í BSA umboð (Betra Seint en Aldrei) þar sem Hilmari vantaði þrjár skrúfur. Þaðan var haldið í fyrrum Mekka vara og aukahluta í Triumph Trident eða til Norman Hyde, en Norman var mesti hugsuður/hönnuðurinn vegna mótora hjá Triumph, karlinn keppti einnig á hjólum og þá aðallega á mílunni. Þarna kom uppá yfirborðið mjög langur listi frá Bigga og sá sem afgreiddi sá fljótt að Norman Hyde myndi fara ásamt fjölskyldu sinni í langt ferðalag á sólarströnd í boði Bigga. Nú var mér farið að leiðast og tuðaði við skipstjórann hvort ekki ætti ekki að skoða eitthvað annað en Triumph og BSA. Jú jú Óli minn bara rólegur, ég á líka alvöru breta !! eins og þú og nú skal haldið í “mekkaNorton, sem er eins og allir vita besta Breska mótorhjólið !!!! Eftir að hafa troðið varningi Bigga í skottið á Mondeo sem virtist hafa verðið nokkuð stórt í upphafi en ekki lengur, þá var haldið sem leið lá til Andover Norton, já loksins loksins eitthvað af viti, nei bara að bulla. Þetta er nokkuð stórt umboð fyrir Norton og aðeins var verslað þarna, já ég meira segja keypti mér húfu merkta Norton og Hilmar líka=Nortonbræðurnir. Nú var Mondeoinn orðin nokkuð rasssíður og farið á síga á seinni hltua þessa dags.

DSCF7614 

 

En veislunni var nú ekki lokið því við ætluðum að gista hjá góðum vini mínum honum Derek Worley. Hann er mótorhjólamaður með stórum Emmi. Á nokkur fræg hjól t.d. P11 Norton og allt eins og nýtt hjá honum. Hann er ekkert að geyma hjólin í einhverjum rökum skúrum eins og algengt er í Bestalandi nei hann er með þau flest í sólstofunni hjá sér. Kvöldið leið hratt eftir góðan kvöldverð á Ítölskum stað. Við vöknuðum snemma að vanda og okkar beið þessi líka glæsilegi morgunverður í boði Derek, höfðingi heim að sækja og góður vinur. Ein heimsókn eftir og það var í Ace Cafe en Biggi hafði ekki komið þar áður, rétt litið við því tíminn leið hratt og ekki ætluðum við að missa af flugi fyrir t.d. einn bensínbarka eða þannig sko. Mondeo skilað óskemmdum nema þá kannski afturfjöðrun. Þessu ferðalagi lokið í félagsskap frábærra félaga og áður en ég loka þessu þá verð ég að koma einu að: Hjörtur vinur minn ók allan tíman eins og honum er einum lagið og hafi hann þökk fyrir, en grunar svona okkar á milli hafi hann talið að eldri borgarar væru betri farþegar en ökumenn og já svo er ekið vitlausu megin, eða réttu megin !! En eins og flestir vita þá voru Bresk mótorhjól eyðilögð árið 1975 því þá ákvað kaninn að öll mótorhjól yrðu að vera með skiptinguna vinstra megin, en bretar höfðu haft þetta réttu megin fram að því þ.e.a.s. hægra megin, en svona er þetta bara, kaninn vissi bara ekki muninn á hægri og vinstri !!!

 DSCF7615

DSCF7616

DSCF7617

P.s. Góður maður sagði mér að Torfi og Dvergarnir sjö hefðu farið heim degi á undan Breskt er Best og ástæða þess hafi verið að ferðafélagar hans hefðu verið farnir að tala um að kaupa sér Bresk mótorhjól, félagi minn hefur strax séð að það gengi ekki= engin að aðstoða við varahluta innflutning !! Svipað gerðist fyrir rúmu ári því þá munaði engu að formaður hjólaklúbbs og Súkku aðdáandi númer eitt hefði keypt sér breskt mótorhjól.

 

Óli Bruni

 DSCF7618

DSCF7620

DSCF7619

Read 4939 times Last modified on Sunday, 03 May 2015 20:25