Friday, 03 April 2015 12:12

Ducati Multistrada 2015

Miðað við ástand vega hér á höfuðborgarsvæðinu sem og nær allstaðar annars staðar hér á okkar kæra landi þá ættum við öll að selja okkar hefðbundnu götuhjól og fá okkur svona alhliða græju, sem hentar vel við akstur bæði á malbiki sem og grófum malarvegum, með holum, sandi, lausu grjóti og öðru skemmtulegu= vegir (já já ég veit smá hæðni að kalla þetta vegi) á höfuðborgar- svæðinu. Ætlum við ekki að fjalla um mótorhjól í þessum skrifum, en hvað er gaman að aka mótorhjóli á vegum sem skapa ökumanni stórhættu og ef hann verður fyrir því að lenda í holu eða öðru sem valda því að hann tjónar hjólið og jafnvel sjálfan sig þá verður ökumaður að sanna að þessi hola hafi áður verið tilkynnt til sögunnar og láðst hafi að gera við hana !!! Kemur uppí hugann auglýsing ein: Við borgum ekki eftirá (sumir heyra þú tryggir ekki eftirá!!).

 

Jæja snúum okkur að hjóli sem hentar í nær allt sem okkar vegir bjóða uppá og það er Ducati Mulitstrada og eins og týpuheitið” gefur til kynna þá hentar græjan í nær allt, ja allavega ef ég skil rétt. Hjólið fellur í flokk adventure hjóla ásamt t.d. Aprilia Caponord, BMW R1200GS, KTM 1290 Super Adventure, Moto Guzzi Stelvio, Yamaha Super Ténéré. Því hentar hjólið vel á malbiki sem og á malarvegum. Ducati verksmiðjurnar eru nú ekki þekktar fyrir að framleiða torfæruhjól, nei heldur götuhjól með frábæra aksturseiginleika og einstakt útlit, jú ekki má gleyma nýja Scramblernum sem er álíka mikið utanvegahjól og Scramblerinn frá Triumph. Þessi nýja Strada hentar í margt en er nú ekki neitt Dakarhjól, heldur frábær ferðagræja við hinar ýmsu aðstæður.

 

En ekki má gleyma því að Stradan hentar nú öllu betur á malbiki, því þessi frábæri  Testaretta mótor er úr götuhjóli frá Ducati og það hefur verið aðal kostur Strödunnar en kannski ekki hentað eins vel utanvega eða á grófum malarvegum, en mótorinn hefur samt verið hannaður með tog í huga frekar en mikið afl. Eldri Strödur hentuðu enn verr vegna gírunnar og afldreyfingu, þ.e.a.s. þegar ekið var hægt í lágum gír, þá hikaði mótor við inngjöf og þá jafnvel litla inngjöf, ekki líkt græjum frá Ducati. En þessir smá ágallar eru sagðir hafa verið lagaðir og nú má gefa hressilega eða lítið inn í hærri sem lægri gírum án hiks og mótor hikstar ekki, ja allavega miðað við allt normal.

 Dúkki 2

Testaretta mótor Strödunnar hefur verið endurhannaður frá grunni og þá aðallega allt í kringum knastása og ventlastýringu og þetta er kallað Desmodromic Variable Timing (DVT) og þarna er átt við bæði innsogsknastás sem og útblástur. Þess má geta að fleirri mótorhjólaverksmiðjur nota þetta t..d. Kawasaki og þá t.d. í Concours hjólinu. Lesa má meira á netinu um tæknilegt tal um þessa DVT tímingu og ég sleppi því að skrifa um það fyrir þessa tvo nörda sem hafa gaman að svona tæknimáli !!! Allavega virkar þetta mjög svo vel segja blaðamenn mótorhjólablaða.

 

Þessi nýi endurhannaði mótor er gefin upp 160 hestafla við 9500 snúninga og togið er ekki dónalegt gefið upp 100.3 við 7500 snúninga, þetta er um 7% aflaukning og 9% meira tog miðað við eldri Ströduna, það munar um minna. Þeir sem hafa ekið þessu hjóli sem og eldri Strödum segja allir það sama: Það er virkilega gama að aka þessu hjóli hratt og nú má bæta hægum akstri við hinar ýmsu aðstæður og þetta gamla hik og hikst er horfið, t.d. þrátt fyrir að gefið sé hressilega inn í frekar háum gír útúr beyjum, eða þegar tekið er framúr, engin þörf að skipta niður um gír, semsagt verulega endurbætt græja frá fyrri árgerðum. Líka má bæta því við að hjólið er búið nýjum hljóðkút sem og lofthreinsara og hljóðið frá þessu nýja pústi er líka sagt miklu fallegara og þá er mikið sagt, því mín skoðun er sú að hljóð frá Dúkka með alvöru pústi er með því fallegra sem til er. Og Dúkati menn segja að nú þurfi bara að stilla ventla á 18.600 mílna fresti= búið að selja græjuna áður en kemur að þessu !!!

 

 Dúkki 3

Allt sem ofan er skrifað er ekki það eina nýja á þessari nýju Strödu, nei líka nýr tölvubúnaður sem nemur hegðun hjólsins/ökumanns þetta er kallað IMU og þetta nemur halla til hliðar sem fram og aftur ofl. ABS bremsukerfið nemur frá þessu IMU kerfi líka þ.e. þetta vinnur allt saman til að gera akstur hjólsins skemmtilegri sem og öruggari. S týpa hjólsins kemur einnig með betri tölvustýrðri fjöðrun sem kallað er Skyhook Evo sem og aðalljósum sem fylgja í þá átt sem ökumaður beinir hjólinu. Því verður að bæta við að þetta nýja IMU tölvukerfi hefur einnig áhrif á prjón (lyfta framdekki) sem gæti verið svar Ducati við nýjum umferðarlögum hér á landi !!!! Hjólið kemur einnig með krúsi= akstursletingja

 

Útliti hjólsins hefur líka verið breytt nokkuð mikið, allt svona meira lögulegra, meira svona slétt og fellt, en samt meira röff ef segja má svo. Vindhlífar hafa verið bættar til þæginda fyrir ökumann og framrúða er með fimm mismunandi hæðarstillingar og þá handvirkt. Sæti hefur einnig verið endurbætt bæði fyrir ökumann og farþega þ.e. meira pláss og aukin þægindi, hægt er að hækka eða lækka sætið um 20mm. Mælaborð hefur verið verulega uppfært og endurbætt, með LCD og því á að vera hægt að lesa af mælaborði við allar aðstæður, jafnvel þegar mikil sól er (engar áhyggjur af því hér á landi !!). S gerðin er með betri aðalljósum segja prufuökumenn.

Dúkki 4 

Fjöðrun er frá Marzocchi og sögð verulega góð sem og Sachs 48mm framdemparar og miðað við lýsingu blaðamanna er hjólið alveg kjörið fyrir okkar aðstæður og þá aðallega á höfuðborgar- svæðinu !! Hjólið lætur ekkert nokkrar holur eða misfellur hafa áhrif á sig, fer léttilega með allt sem því er boðið, þó hressilega sé ekið. Segi aftur að lesa má miklu meira um fjöðrun hjólsins á netinu. Á stýri hjólsins er takki sem gefur ökumanni fjóra möguleika á að stýra afli til afturhjólbarða, svona okkar á milli= 1. ekkert prjón   2. lítið prjón  3. nokkuð mikið prjón   4. Ala bacon prjón. Blaða- menn segja að S týpa hjólsins sé nokkuð mikið skemmtilegri og vel þess virði að bæta nokkrum krónum við fyrir: betri fjöðrun og hressara viðbragð við inngjöf, sem og betri aðalljós.

 

Þessi skrif eru orðin heldur lengri nú en undanfarið, en ég gat bara ekki hætt, þið bara lesið hraðar !!   Ef áhugi er hjá mönnum/konum að fræðast meira um þetta frábæra hjól þá má snúa sér til hans Torfa Hjálmarssonar gullsmiðs/mótorhjólasmiðs/póleringameistara/blöndungasérfræðings ofl. ofl. ofl. sem er búin að eiga Strödu í mjög mörg ár, en hann segir það hjól frábært og Eld-snöggt !!

 Dúkki 5

Stolið og stílfært af netinu

 

Óli bruni

Read 2569 times