Friday, 27 March 2015 08:18

Bannað að prjóna á bif­hjóli

Eftifarandi tekið af mbl.is

Sam­göngu­stofa hef­ur sent frá sér sam­an­tekt um helstu breyt­ing­ar sem gerðar voru á um­ferðarlög­um ný­verið með samþykki Alþing­is 17. fe­brú­ar og öðluðust gildi 27. fe­brú­ar. Sam­kvæmt til­kynn­ingu eru þar mörg atriði sem eiga er­indi við al­menn­ing.

Í nýju lög­un­um koma til að mynda fram breyt­ing­ar á lög­um um létt bif­hjól, en mik­il aukn­ing hef­ur verið á notk­un lít­illa raf- eða vél­knú­inna bif­hjóla hér á landi síðustu ár. Sam­kvæmt nýj­um um­ferðarlög­um hef­ur verið gerð breyt­ing á skil­grein­ingu og regl­um um akst­ur slíkra hjóla. Hluti raf­mangs­hjóla telst nú létt bif­hjól í flokki 1. 

„Skil­grein­ing­um á léttu bif­hjóli og reiðhjóli er breytt þannig að nú er létt­um bif­hjól­um skipt í tvo flokka, I og II. Í flokki léttra bif­hjóla I eru bif­hjól sem ná ekki meiri hraða en 25 km á klst hvort sem þau eru raf- eða bens­índrif­in og er þá miðað við há­marks­hraða sem til­greind­ur er af fram­leiðanda bif­hjóls­ins. Í um­ferðarlög­in hef­ur verið bætt við, í skil­grein­ingu á léttu bif­hjóli, að sé það raf­drifið skuli það ekki vera yfir 4 kW að afli,“ seg­ir m.a. í sam­an­tekt Sam­göngu­stofu.

Er nú jafn­framt þrett­án ára ald­urstak­mark fyr­ir stjórn­end­ur léttra bif­hjóla í flokki 1. Áður fyrr voru þau skil­greind sem reiðhjól og því eng­in ald­urs­mörk fyr­ir stjórn­end­ur þeirra.

Ekki er gerð krafa um öku­nám og öku­rétt­indi né held­ur sér­stakt próf varðandi akst­ur léttra bif­hjóla í flokki I. Hjól í þess­um flokki eru hins­veg­ar und­anþegin vá­trygg­ing­ar­skyldu en eig­end­ur eru hvatt­ir til að huga vel að trygg­ing­ar­mál­um og leita ráða hjá trygg­ing­ar­fé­lög­um varðandi ábyrgðatrygg­ing­ar.

Með nýju lög­un­um er akst­ur léttra bif­hjóla í flokki 1 heim­ilaður á ak­braut­um óháð há­marks­hraða á vegi. Áfram verður heim­ilt að vera á gang­stétt, hjóla­stíg­um og gang­stíg­um. Ef hjóla­stíg­ur er sam­hliða gang­stétt eða gang­stíg er ein­ung­is heim­ilt að aka á hjóla­stígn­um. Ef léttu bif­hjóli í flokki 1 er ekið af gang­stétt út á ak­braut og hún þveruð skal aka á göngu­hraða.

Annað sem kem­ur fram í nýju lög­un­um eru breyt­ing­ar sem ætlaðar eru til þess að koma í veg fyr­ir að ekið sé af ásettu ráði á aft­ur­hjóli bif­hjóls. Einnig eru gerðar breyt­ing­ar á regl­um um farþega á bif­hjól­um (létt­um og þung­um).

„Nú hef­ur verið gerð sú breyt­ing á að 20 ára og eldri öku­mönn­um léttra bif­hjóla, í
báðum flokk­um, er heim­ilt að hafa farþega á hjól­un­um, enda séu þau til þess
ætluð,“ seg­ir í sam­an­tek­inni. En ef barn, sjö ára eða yngra, er farþegi á bif­hjóli þarf það að vera í sér­stöku sæti. 

„Farþegi má ekki sitja fram­an við öku­mann. Ökumaður og farþegi bif­hjóls skulu að
jafnaði hafa báða fæt­ur á fót­stig­um eða fót­hvíl­um og ökumaður báðar hend­ur á stýri,“ seg­ir í sam­an­tek­inni.

Með nýju lög­un­um er bannað að prjóna vís­vit­andi á bif­hjóli. Skal ökumaður bif­hjóls að jafnaði hafa bæði (öll) hjól bif­hjóls­ins á vegi þegar það er á ferð. „Í raun má segja að með þessu sé lagt bann við því að prjóna á bif­hjól­inu, með öðrum orðum að ekið sé vís­vit­andi ein­hverja vega­lengd á aft­ur­hjól­inu. Það er þó mat Sam­göngu­stofu að í lög­un­um sé tekið til­lit til þess þegar fram­hjól lyft­ist óvart lít­il­lega frá jörðu t.d. þegar ökumaður tek­ur skarpt af stað. Slíkt get­ur gerst en stend­ur þá stutt yfir og er mjög ólíkt því þegar ökumaður lyft­ir fram­hjól­inu upp og prjón­ar vís­vit­andi. Slíkt at­hæfi er mjög hættu­legt líkt og mörg al­var­leg slys og bana­slys vitna um,“ seg­ir í sam­an­tek­inni.

http://www.mbl.is/media/72/8772.pdf

Read 5274 times