Friday, 20 March 2015 17:18

Drauma­hjól hannað upp úr Hondu

Daumahjólið hannað upp úr Hondu ( að sjálfsögðu)

Tekið af mbl.is

 

Það er kunn­ara en frá þurfi að segja að kaffireiser­ar (e. cafe racers) eru heit­asta heitt þessa dag­ana þegar mótor­hjól eru ann­ars veg­ar.

Rétt í þann mund þegar maður hélt sig hafa séð það flott­asta á þessu sviði mæt­ir þessi fák­ur til leiks. Hjólið er byggt á Honda CB1100 og end­ur­hannað af franska hönnuðinum Dimitri Bez. Útkom­an er ótrú­lega stíl­hrein og fal­leg, svo ekki sé fast­ar að orði kveðið.

Takið eft­ir því að bens­ín­tankur­inn og hnakk­stæðið eru úr einu og sama stykk­inu úr póleruðu áli sem sting­ur skemmti­lega í stúf við grind­ina, vél­ina og aðra hluti sem eru kol­svart­ir

Þá mynda framúr­stefnu­leg fram­ljós­in skemmti­lega and­stæðu við sí­gilt lag hjóls­ins.

Þar sem um sér­smíði er að ræða er tómt mál að tala um verð, þenn­an grip verður hönd­um ekki komið yfir.

Read 4186 times