Thursday, 05 March 2015 18:07

Alltaf gaman þegar hjólað er í rigningu !!

Veðurfar hefur áhrif á okkur öll, tala nú ekki um eins og veðrið hefur verið í vetur (2014-2015). Íslendingar fylgjast að öllu jöfnu mikið með veðurfréttum og alveg eðlilegt, þegar það rignir um fimm mánuði ársins og snjóar restina, ja hugsanlega smá ýkjur !!! Nær öll okkar hafa lent í því að hjóla í rigningu og þá koma upp í hugann setningar eins og rigningin er góð, það styttir upp um síðir og annað svipað. En að hjóla í rigningu er nær alltaf varasamt og hættan á óhappi eykst verulega, því eru hér nokkur atriði sem hafa má í huga við akstur mótorhjóls í rigningu.

  1. 1.Notum alltaf góð regnföt þá t.d. Gore-tex regnfatnað, það er nauðsyn að þessi fatnaður geti andað svo maður endi ekki í eigin gufubaði. Já já ég veit „lúkkið“ fer alveg við að klæða sig í viðeigandi fatnað, en ef þig langar að vera blautur og kaldur en „lúkkið“ rétt: Þitt mál.
  2. 2.Alltaf ætti að nota lokaða hjálma ekki bara vegna rigningar, heldur vegna þess öryggis sem vandaður lokaður hjálmur veitir ökumanni. Að aka á yfir 50 km hraða á klst. með opin hjálm er eins og fá sér nálastungu í andlitið með of stórum nálum. Já já maður hjólar ekki með fiskabúr á hausunum, nei en örugglega gaman að tala við andlitslausan mann eða svona aðeins heilaskemmdan, því „lúkkið“ varð að vera rétt og því ekið með pottlok.
  3. 3.Hugum alltaf vel að því að hjólbarðar séu ekki orðnir slitnir og loftþrýstingur sé réttur.
  4. 4.Munum eftir því að ný málbikaðar götur eru verulega hættulegar í rigningu, einnig skulum við muna eftir hvítum máluðum línum, brunnlokum úr járni og að sjálfsögðu vissum hraðahindrunum.
  5. 5.Fylgjumst vel með pollum og vatnsfylltum holum (nú orðin skyldueign hjá Reykjavíkurborg), við vitum ekki um dýpt á þessum pollum/holum, ekkert gaman að láta reyna á það.
  6. 6.Blautar götur og olíuleki eftir eitthvað lekt ökutæki, tökum vel eftir þessu, t.d. getur þetta virst eins og það slái fyrir hálfgerðum regnboga á götunni, tvöföld hætta bleyta og olía.
  7. 7.Mestan hættan er yfirleitt skömmu eftir að rigning byrjar, því þá eru götur enn skítugar af hinum ýmsu efnum, örugglega mestan hættan á vorin, eftir saltaustur og laust malbik og sand o.fl.
  8. 8.Hugum vel að aðstæðum þegar ekið er yfir „kinda/röragrindur“ því þær verðar flughálar í rigningu, réttum hjólið vel af þegar við ökum yfir, ekki of stíf og alls ekki að skipta niður eða bremsa þegar ekið er yfir.

 

  1. 9.Ef við þurfum að nota bremsur þá skulum við beita afturbremsur meira heldur en venjulega, því ef fast er tekið í frambremsu erum við fljót að læsa framdekki og hjólið rennur mjög fljótt á hliðina. Bremsum varlega og miðum við að ekið sé í hálku: bremsa sleppa, bremsa sleppa, já svo má ekki gleyma ABS bremsubúnaði sem ætti að vera á a.m.k. öllum götuhjólum.

 

  1. 10.

 

  1. 11.Reynum eftir bestu getu að vera slök við akstur, kreistum ekki handföng á stýri, við verðum fljótt þreytt þannig og það er ekki gott.

 

  1. 12.Fyrir utan það að vera í réttum vatnsheldum fatnaði, ættum við einnig að huga vel að sjáanleika okkar, hjólaökumaður sem er allur svartklæddur án endurskins sést mjög illa í slæmu skyggni.

 

  1. 13.Hugum vel að hraða okkar og metum aðstæður, ökuhraði ætti aldrei að vera sá sami í bleytu og í þurru, fagmenn segja að lækka ætti ökuhraða um a.m.k. 10-20% í bleytu.

 

  1. 14.Hugum vel að því að hafa gler á hjálmum okkar hrein og hugsanlega má nota rétt efni á glerið til að halda rigningu betur frá gleri. (Eigin reynsla að t.d. Rain-X dugar mjög stutt, sem og að bóna !!)

 Það er alltaf gaman að hjóla og enn meira gaman að koma heill heim er það ekki, öryggi okkar sem og annarra er fyrir öllu. Verðum við nokkurn tíma svo góðir hjólamenn að ábendingar/leiðbeiningar séu ekki fyrir okkur ??

Óli bruni

Rigning 2

Read 3821 times