Monday, 23 February 2015 20:58

lang lang lang besta hjólið í heiminum: Kawasaki

2015 Kawasaki Ninja 1000 ABS

 

Eigandi málningarverkstæðis (bifreiðar/mótorhjól) á suðureyjunni, sendi mér athugasemd um að nær ekkert væri skrifað um Kawasaki heldur bara mest um aðra ónefnda tegund, en eins og ég sem og allir aðrir ættu að vita ! Þá væri Kawasaki enn að framleiða bestu og fallegustu mótorhjól heimsins og staðan hafi verið sú síðan 1973 þegar fallegasta, aflmesta og besta hjól heimsins var kynnt til sögunar: Kawasaki Z1 900.

Nýja 1000 Ninjan er sögð sameina flest allt sem alvöru götuhjól þarf að uppfylla, útlitið því það sést varla betur heppnuð „fairing“ sem segir óbeint: Hér er ég. En útlitið er ekki allt, því þessi Ninja nær því að sameina allt sem áhugamenn um eins lítra hjóla (1000cc) leita eftir, hægt að aka hratt, hægt að ferðast á, er með allt það nýjasta í öryggi fyrir ökumann: Kawasaki

Ninja 3

Akstur mótorhjóla fer ekki aðallega fram á lokuðum brautum, nei hann fer fram á götum hinna ýmsu landa, þar sem aðstæður eru misjafnar, góðar og lélegar götur (Reykjavík), alls konar ökutæki og ökumenn sem eru að tala í síma, lesa á síma, skrifa í síma, borða mat, mála sig og greiða (sko ekki allir maður lifandi). En þessi Ninja kemur með fjögurra strokka vatnskældri línuvél sem er 1043cc, með DFI innspýtingu, stillanlegu afli í afturhjól KTRC (þrjár stillingar), sem og ABS bremsukerfi. Gírkassi er sex gíra og sá sjötti er í raun yfirgír þannig að hægt er að „krúsa“ á lágum snúning. Hægt er að stilla afturfjöðrun úr sæti segja þeir: Kawasaki

 Eins og áður sagt er vélin 1043cc með tveimur yfirliggjandi knastásum, er sextán ventla, beina innspýtingin er 38mm á hvern strokk, svokölluð „downdraft“ frá Keihin. Þessa innspýting virka vel og það er aldrei hik við inngjöf. Lofthreinsari er sérstaklega hannaður til að nægjanlegt loft fáist við allar aðstæður. Þessi mótor með með gott tog og þá sérstaklega um miðbik snúningssviðs og upp. Innspýting, púst sem og annað er tengt tölvubúnaði hjólsins ECU. Mótor er fljótur að hita, jafnvel þegar kalt er úti. Sveifarás er er hannaður með það í huga að titringur verði sem minnstur. Pústkerfi er fjórir í tvo, síðan í þennan hefðbundna Catalyser og endar í tveimur hljóðkútum á hvorri hlið, sem lítur margfalt betur út heldur en einn stór (á við ruslatunnu) á annarri hliðinni: Kawasaki

Ninja 4

Hönnun þessa mótors gerir það að verkum að hjólið virkar vel við allar aðstæður, afl er frábært og eins togið, það er sama hvort þú er að aka innanbæjar eða á skemmtilegum vegum með slatta af beygjum, hjólið virkar allsstaðar vel. Bremsur eru líka góðar með ABS aðstoð, tvöfaldir fljótandi diskar að framan 300mm, ABS kerfið er samtengt KTRC „spyrnukerfinu“ =traction control sem stilla má eins og áður sagt á þrjá vegu og takki er á stýri. Grind hjólsins er úr áli að sjálfsögðu og svipar til grindar ZX10R hjólsins. Mótor er í raun hluti af grind hjólsins: Kawasaki

Ninja 5

Framfjöðrun er „inverted“ upsidedown“ og pípur eru 41mm og stillanleg á allan máta, hefðbundin einn dempari að aftan. Felgur eru sex bita og eru úr léttmálm. Hægt er að stilla hæð á framrúðu (handvirkt) á þrjá mismundandi vegu. Áseta er sögð góð bæði fyrir ökumann og farþega. Niðurstaðan er sögð: Þú færð varla betra hjól í allt, aka hratt, „hægt“ eða fara í ferðalag með húsbóndanum= KAWASAKI. Allt annað tæknilegt má lesa á netinu eða bara kaupa græjuna.

Spekkur Ninja

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Read 4802 times