Wednesday, 11 February 2015 21:14

Besta mótorhjólið í heiminum !!!!

Besta mótorhjólið í heiminum !!!!

„Hvurslags“ fullyrðing er þetta, hver getur sagt nokkuð svona ?? Jú ég þekki tvo menn sem segja að sín tegund og hjól séu þau bestu í heiminum !! Og hverjir eru svo þessir snillingar ? Jú annar er núverandi formaður „stórasta“ mótorhjólafélags Hafnarfjarðar og hinn er fyrrverandi formaður lang „stórasta“ mótorhjólafélags eyjar einnar sunnan megin við stóru eyjuna.

Og þar sem ég hlýði alltaf starfandi formönnum félaga þá verður auðvitað besta hjól heimsins Suzuki Bandit 1200-1250 og svona okkar á milli og í sannleika sagt þá sagði formaðurinn: Óli þú skrifar þessa grein eða skilar merkinu !!! En öllu bulli slepptu þá ætlum við að fjalla um SUZUKI BANDIT 1250ABS árgerð 2015. Já meðan ég man þá sagði sá fyrrverandi að „orginal“ CB 750 Honda væri sko maður lifandi besta mótorhjólið í heiminum, hver dæmi fyrir sig !!

Bandit 1

Súkku firmað hefur hefur tekið til hendinni og uppfært Banditinn fyrir árið 2015, hlífum (fairingu) hefur verið breytt og þar með loftflæði um hjólið til hins betra bæði fyrir ökumann sem og vegna aksturseiginleika. Komin eru op fyrir neðan aðalljós sem dreifa lofti betur um ökumann sem og farþega. Sætishæð er stillanlega um 20mm, nýr snúningshraðamælir er  komin í mælaborð, en mælaborð er LCD með gamaldags útliti ef segja má svo. Hjólið kemur með miðjustandara og stærri handföngum fyrir farþega.

Bandit 4

Mótor er vatnskældur 1255cc og gefur mikið tog, kemur með tvöföldum yfirliggjandi knastás og fjórum ventlum á hvern strokk. Við mótor er ný tölva sem stýrir beinni innspýtingu 36mm, kölluð SDTV, allt tengt alls konar skynjurum í pústkerfi o.fl. Hjólið kemur með sex gíra kassa. Þar sem mótor er með svokölluðum „counterbalancer“ verður hjólið mjög þýðgengt  og þar með þægilegt ferðahjól (fyrir eldri borgara !!).

Bremsubúnaður hefur verið endurbættur og að framan eru tveir fljótandi 310mm diskar og bremsudælur eru fjögurra stimpla, að aftan er einn 240mm  diskur og þetta er allt tengt ABS kerfi. Hjólið er sagt vigta um 560 pund með 20 lítrum af bensíni. Velkomin aftur Bandit segja blaðamenn. Nú er spurning hvort formaðurinn kaupi ekki nýtt hjól, því núverandi Bandit í hans eigu er að komast á fornhjólaskráningu !!

Bandit 3

Þessi grein er ekki löng því hvernig er hægt að skrifa langa grein um fullkomið mótorhjól, nei varla hægt, ef nánari upplýsinga er þörf þá bara að spyrja okkar virðulega formann eða kannski bara líta á netið. Hugsanlega verður fjallað um hitt besta hjól heimsins aftur, en sjá má hundruðir mynda og skrif/greinar um það hjól á heimsíðu suðureyjamanna sem og á fésinu undir yfirskriftinni: Erla/Tryggvi.

Stolið og mikið stílfært af netinu

Óli bruni

Read 4814 times Last modified on Wednesday, 11 February 2015 21:23