Monday, 26 January 2015 18:54

Fjórhjól eða þríhjól ????

Fjórhjól eða þríhjól ????

Það er ekki spurning að ef mótorhjólamaður (sem er annað en mótorhjólaeigandi !!) ætlar að fara frá notkun mótorhjóls yfir á eitthvað annað, þá er það ekki spurning að byrja allavega á þríhjóli og síðan yfir á fjórhjól þegar getan fer þverrandi !! Ég lofaði góðum manni sem er í þessum ferli að skrifa eitthvað fallegt um fjórhjól, en mér var það bara alveg ómögulegt, því án allrar gagnrýni þá er fjórhjól ágætt í að elta skjátur (rollur) eða til að fara í veiði. En hvað gerir frægt fyrirtæki sem framleiðir alls konar ökutæki er komið með á markaðinn þríhjól sem virðist vera alveg frábært leiktæki og svipar mjög til T-Rex þríhjólsins, nema verð því þetta Polaris þríhjól er þó nokkuð mikið ódýrara.

Polaris Slingshot heitir græjan sem er skemmtun á þremur hjólum og benda má á að það er skráð sem mótorhjól. Þessi græja er búin að vera í þróun um þrjú ár og það verður strax að taka það fram að Slingshot hjólið er ekkert í líkingu við Can-Am Spyderinn sem var nú líkara snjósleða. Slingshot hjólið vigtar um 1.666 lbs og er eins og T-Rexinn með tvö hjól að framan og eitt að aftan. Þú situr í þessari græju í sæti eins og í bíl og það er sæti fyrir farþega við hlið ökumanns, bæði sætin eru með vatnsvörðu áklæði. Þú situr um 12 tommur frá malbikinu. Að aka hjólinu er líkar því að aka bíl en mótorhjóli og eðlilega þar sem þú heldur utanum stýri.

 ríhjól 3

Skrokkurinn er úr Polymer en grind er úr stáli og byggð úr túpum. Að afturgaffall er úr áli og svipaður og á Ducati þ.e.a.s. einfaldur, fjöðrun er frá Sachs. Framendi er meira segja sex tommum breiðari en á Corvettu. Framfjöðrun er líka frá Sachs og er með alvöru frágangi, þetta veldur því að það er virkilega hægt að taka á græjunni gegnum beygjur þó hratt sé farið. Tvær útgáfur eru í boði og kosta þær frá 20þús dollurum uppí 24þús dollara,  dýrari græjan kemur þá með sverari hjólbörðum og steríó græjum og gleri o.fl.

Til að halda þyngdarpunkti neðarlega þá er rafgeymir meðal annars fyrir aftan ökumann. Mótor kemur frá GM og er fjögurra strokka línumótor, með tveimur yfirliggjandi knastásum og liggur langsöm í grindinni, fyrir framan ökumann öfugt við T-Rexinn. Hún er gefin upp 170 hestar og togið er 155 pund fet. Gírkassi er frá Aisin og er fimm gíra og er svona H skipt, aflið er sent í afturhjól með mjög stuttu drifskafti sem tengist síðan reimdrifi, sem er styrkt með Carbon fiber, öfugt við T-Rexinn sem er með keðju.

Þyngdardreifing skiptir verulegu máli í svona ökutæki og tæknimenn Polaris segja að skipting sé um 34-40% að aftan, má ekki vera meira svo gott sé að beygja og aka hratt í gegnum beygjur. Fjöðrun er rafstýrð, en hægt er að aftengja hana svo hægt sé að leika sér meira. Prufuökumenn segja að það sé hægt að aka eins og „vitleysingur“ gegnum beygjur án þess að það sé hætta á að missa stjórn á græjunni.

 ríhjól 4

Græjan kemur með diskabremsum og ABS, svo er spólvörn en það kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að reykspóla langar leiðir, það líka hægt að aftengja spólvörn svo hægt að spóla enn meir og afturdekkið sem kemur frá Kenda og er sérhannað, er með mynstri fyrir ca. þrjá hluta ársins, mun þá eflaust ekki endast lengi.

 

Það má aldrei gleyma því að þessi græja verður aldrei nein 1000RR Honda eða svipað hjól, nei Slingshotinn er líkara bíl að aka, meira segja stýrið er með rafmagnsaðstoð. Mjög gott er að skipta græjunni og kúpling er mjög létt. Frágangur er mjög góður, mælar og annað kemur frá Victoy, en Polaris á þá verksmiðju, hægt er að stilla framsæti ökumanni sem og farþega til þæginda. Já meira segja kemur hjólið með bakkmyndavél, hægt er að þvo hjólið eins og önnur mótorhjól og það eru göt á botni hjólsins svo það mun aldrei fyllast af vatni, en allur frágangur er hugsaður til að þola útiveru.

En fyrir hverja er þessi græja er spurt, jú alla sem gaman hafa að leika sér og þá í ágætis þægindum og þá sérstaklega þá sem kannski geta ekki lengur valdið tvíhjóli. En gleymum ekki að þetta er skráð sem mótorhjól og kemur ekki með loftpúðum, en veltigrind/bogum sem eru sagðir bera fimm sinnum vigt hjólsins. Hver man ekki eftir Morgan þríhjólinu sem er verið framleiða enn í dag minnir mig. En hver verður fyrstur til að kaupa sér Slingshot, hugsanlega maðurinn sem ég skrifaði greinina fyrir og þá er kannski eitt stk. fjórhjól til sölu !! Hver veit.

 ríhjól 2

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

p.s. sjá einnig:  http://www.motorcycle.com/manufacturer/polaris/2015-polaris-slingshot-review-first-ridedrive-video.html

Tækniuppl singar Slingshot

Read 1568 times