Tuesday, 13 January 2015 17:48

Besta mótorhjól ársins 2014

Besta mótorhjól ársins 2014

KTM 1290 Super Duke

Stór orð og hver getur fullyrt svona, jú þeir sem telja sig hafa virkilega vit á eiginleikum mótorhjóla og það er Motorcycle.com, en þeir hafa verið að síðan 1994. Og hvaða hjól skildi nú hafa verið valið frá öllum þessum framleiðendum og allar þessar tegundir og týpur. Flestir myndu örugglega fara að tala um eitthvað frá t.d BMW eða Honda. Nei ekki svo gott, fyrir valinu varð hjól frá frekar litlu fyrirtæki og það er KTM sem er nú frekar þekkt fyrir „drullumallara“ sína. Hjólið ber nafnið 1290 Super Duke R og KTM einnig vinninginn í flokki ferða/utanvegna hjóla og það er hjólið Adventure 1190. Super Duke hjólið er með svona street fighter útliti með „dash“ af cafe racer með. Hjólið er sagt „höndla“ alveg ótrúlega, aflið nóg fyrir nær alla og hentar í nær allt á malbikinu. Flestum líður eins og þeir hafi ekið hjólinu áður en ekið er af stað og er svona við fyrstu kynni þægilegt, en látið það ekki plata ykkur, hjólið er með ótrúlegt tog og afl, það er eins gott að halda vel í stýrið og vera í góðri þjálfun þegar tekið er hressilega á græjunni og það er sagt að ekkert nakið sporthjól geti státað sig af öllu þessu togi og afli, jafnvel ekki Ducati. Vélin er 1301cc V vél og er tveggja strokka. Leiðist eiganda á götunni , þá er ekkert mál að fara með græjuna á næstu akstursbraut (leita á gulu síðunum á Íslandi !!!) og það hefur sýnt sig í prufum að alvöru plastgræjur eiga í fullu fangi með að hanga í Super Duke hjólinu, þó hestöflin og strokkar séu helmingi fleiri. Á brautum hefur hjólinu verið ekið á vel yfir 250 km og það fer að sögn vel um ökumann og jafnvel þá sem hærri eru þrátt fyrir að hjólið sé hlífalaust. Eins og áður sagt þá er áseta góð og stýri liggur vel fyrir ökumanni, það þarf ekkert að liggja á maganum á bensíntank til að ná stýrinu. Þetta hjól höfðar til flestra því þarna sérðu allt sem hjólið hefur uppá að bjóða sjónlega, ekkert er falið með einhverju plastdóti. Þeir sem gáfu hjólinu þessa fyrstu einkunn fyrir árið 2014 segja: Þetta er ekki bara besta hjól ársins, þetta er eitt besta hjól sem við höfum nokkurn tíma prufað og því ekki að furða að það beri nafnið SUPER DUKE ! Og ég sem hélt að Suzuki (Bandit) væri best hjólið í heiminum, einhver misskilningur þar á ferð !!! Allt tæknilegt má lesa um á netinu.

 KTM 1

 

 

Það hjól sem kom næst í röðinni og fær svona heiðursverðlaun er Yamaha FZ-07 hjólið. Þetta hjól er einnig nakið hjól.  Sagt mjög meðfærilegt og jafnvel nýliðar finnast þeir vera komnir heim ef segja má svo. Verðið á hjólinu er líka mjög svo samkeppnisfært miðað við hvað þú ert að kaupa. Grind og afturgaffall er úr stáli, en ekki áli, samt vigtar hjólið aðeins 397 lb.pund og er léttara en flest hjól í sínum flokki. Sveifarás er svokallaður 270 gráðu, ekki þessi hefðbundni 360 gráðu, vélin er tveggja strokka í línu. Það er ekki auðvelt að láta ódýrt hjól líta úr sem dýra græju en Yamaha hafa náð því með FZ-07 hjólinu. Margir ungir ofurhugar myndu eflaust horfa frekar á plastgræju og þá t.d. eitthvað 600cc, en það væru mistök segja þeir hjá motorcycle.com, FZtan eru miklu betri kaup. Áseta er mjög þægileg og hentar hjólið nær öllum ökumönnum, sama hvaða stærðarflokki þeir eru í, já nema einhver yfir 210cm á hæð og 200 kg hugsanlega, ja þeir fá sér bara Harley. Það er sérstaklega tekið fram að beina innspýtingin á hjólinu virki mjög vel, nær gallalaus við allar aðstæður. Eins og áður sagt frábær kaup miðað við verð. Allt tæknilegt má lesa betur á netinu og svona okkar á milli er einhver að lesa það og ákveður síðan hvaða hjól hann eða hún ætli sér að kaupa, gaman að heyra frá mönnum um það (ef einhver les þetta), jú ég veit það er einstaka hestafla pælari að spá í hvað hjól eru fljót í 100 km hraða og hvað þau fara ¼ míluna á, verða svo fyrir vonbrigðum flestir því það eru nær alltaf atvinnuökumenn sem eru að prufa þessi hjól.

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni

 Yamaha FZ 07

Yamaha FZ

Read 4024 times