Friday, 14 November 2014 18:23

Mótorhjólahjálmar

Mótorhjólahjálmar

 

Hverju leita menn að þegar þeir kaupa sér hjálm sem og hvað er það sem veldur því hvaða tegund er keypt ? Er það útlit, verð, tegundaheiti, lokaður, kjálka eða opin, eða það sem margir aðrir hafa keypt. Stórt er spurt, en það er eins gott að vanda valið, því það er svo margt sem við ættum að skoða við val á viðurkenndum hjálm. Það ætti t.d. aldrei að kaupa hjálm án þess að máta hann og þá helst hjá aðila sem veit hvernig hjálmar eiga að falla að höfði viðkomandi. Ætti að kaupa notaða hjálma, nei tel svo ekki vera, nema viðkomandi hjálmur sé í raun nýr og hafi ekki verið notaður.

Margir miða við verðmiða hjálmsins sem auðvitað er erfitt að gagnrýna þ.e.a.s. þegar keyptir eru mjög ódýrir hjálmar, en hvernig verðmetum við höfuð okkar, ekki hægt eins og dæmin sanna. T.d. er sagt að svokallaðir hjálmar sem daglega eru kallaðir „pottlok“ veita minni vörn að öllu jöfnu heldur en derhúfan þín og geta líka valdið auknum skaða, þetta sýna rannsóknir, þeir sem nota þessi „höfuðföt“ eru líka oft kallaðir líffæragjafar af læknum !!

Er dýrasti hjálmurinn bestur, nei örugglega ekki, því stundum erum við að borga fyrir flotta málningu og eftirlíkingu af hjálm sem einhver kappaksturshetjan notar. Fyrir svona flesta þá er það útlit sem og hvað hjálmurinn er þægilegur sem veldur því að við kaupum viðkomandi tegund og jú orðspor manna á meðal.

Ef rætt er um öryggi þá þarf ekki að útskýra það lengi að opin hjálmur ver ekki andlit þitt og það hefur nær engin náð því að verja andlit sitt með höndunum ef við lendum í óhappi. Andlit og malbik fara mjög illa saman ef segja má svo. Kjálkahjálmar hafa verið mjög vinsælir í gegnum tíðina og eru vinsælir, reyndar hvergi leyfðir í ökukeppnum og af hverju ? Jú þeir hafa opnast við högg og þá ekki mikil högg. Lokaður hjálmur veitir því ökumanni nær örugglega mestu vörnina fyrir höfuðmeiðslum. En snúum okkur að smá könnun sem við öll getum nálgast á netinu, þ.e.a.s. hvað er besti alhliða hjálmurinn, miðað við öryggi og já hljóði, því umhverfishávaði getur verið alveg ótrúlega þreytandi og því nota margir eyrnatappa og já sumir nota heyrnatæki sem tengd eru einhverju tæki sem gefur þér möguleika á að hlusta á hljómlist eða annað.

Umhverfishávaði inní hjálm getur náð 115 dB og jafnvel meir á t.d. hraðbrautum. Við getum farið að missa heyrn við 85 dB hávaða og það er ekki aftur snúið ef við hjólum oft og lengi með þennan hávaða í eyrum okkar. Skoðum því þá fimm hjálma sem veita þér bestu vörnina gagnvart hávaða og hvað gerir þá svona hljóðláta. Þeir þurfa að vera þannig í laginu að þeir veiti sem minnst viðnám og dreifi vindinum rétt, svona svipað og við hönnun flugvéla sem og auðvitað mótorhjóla sem hugsuð er fyrir mikinn endahraða sem og bifreiðar. En áður en lengra er haldið þá segja sérfræðingar að nota eigi eyrnatappa þrátt fyrir að þú eigir og notir hljóðlátan hjálm.

Hjálmar eru misjafnir í laginu og á þeim eru oft hlutir eins og t.d. hökuhlíf sem fest er undir hjálminn að framan og virkar mjög vel að halda hávaða sem og vind frá því að fara inní hjálminn. En hvað eru það mörg fyrirtæki sem gefa upp dB hávaða inní hjálm miðað við hraða? Aðeins eitt fyrirtæki í heiminum og það er Schuberth, þeir nota vindgögn og mjög nákvæmar mælingar við hönnun sinna hjálma, Shoei kemur næst hvað varðar hönnun gangvart umhverfis hávaða og notar vindgögn við sína hönnun.

Hvað veldur í raun mesta hávaðanum? Það eru hvirflar sem myndast við viðnám, þetta geta verið loftgötin sem eru á hjálminum þínum, glerið fellur ekki nógu vel að, lögun hjálms og þá koma yfirleitt kjálkahjálmar illa út. Einnig eins og áður sagt vindur kemst undir hjálminn mjög auðveldlega ef engin hökuvörn er til staðar. Því er mikilvægt að skoða lögun hjálms, huga að að ekki séu of stór loftgöt eða annað sem gæti skapað hljóð, einnig eru til hjálmar þar sem hægt er að stilla gler þannig að það leggist betur jafnt að gúmmíþéttiborðum.

shoei rf1200

 

Shoey RF1200 þetta er hjálmur þar sem hönnuðir hafa hugað vel að lögun og að ekkert standi útfrá hjálminum. Hann er straumlínulaga og hugað sérstaklega að lögun hans fyrir neðan gler að framan, þannig að mótvind er beint vel niður á við. Þessi hjálmur er svo hljóðlátur að það munar um hvert loftop sem þú opnar, hann kemur einnig með hökuhlíf.

 

 arai Signet Q

 Arai Signet Q hjálmurinn er mjög svo kúlulaga og hönnuðir hjá Arai telja þannig lag geri hjálminn líka öruggari fyrir höggum. Þessi hjálmur er einnig hannaður sérstaklega með hljóð í huga og þrátt fyrir stærri inntök á lofti heldur en margir aðrir hjálmar, nær hann að vera mjög hljóðlátur. Hann er hljóðlátari heldur en dýrari hjálmar frá sama fyrirtæki, þ.e.a.s. miðað við þá hjálma sem hugsaðir eru til brautarnotkunar.

 Schuberth S3 Pro

Schuberth C3 Pro þessi hjálmur er sá hljóðlátasti á markaðinum og hámarks hljóð inní honum við rúmlega hundrað km hraða er einungis 84 dB, kemur meira að segja betur út heldur en S2 lokaði hjálmurinn frá Schuberth. Einnig er hægt að frá hálskraga með þessum hjálm sem útilokar enn betur öll umhverfishljóð. Svo eru sérstök Tubulators á gleri til að koma í veg fyrir hverfla, en á þessu svæði þ.e.a.s. í kringum gler myndast mjög oft mikið af hverflum og þar með hljóð.

 HJC RPHA Max

HJC RPHA Max hjálmar eru kannski ekki mjög þekkt nafn hér á landi en eru samt mjög þekktir í vissum löndum. Þessi hjálmur er sagður nær á pari við Schuberthinn sem kemur skemmtilega á óvart þar sem hann er í raun á mjög góðu verði. Það kemur kannski á óvart miðað við lag hans en prufur á honum gefa þetta til kynna.

 Schuberth S2

Schuberth S2 er mjög svipaður í laginu og hinn Schuberthinn, en lögun hans gerir það að verkum að hálskraginn er ekki eins, þ.e.a.s hann lokar ekki eins vel fyrir vind undir hjálm. En það munar nú ekki nema einu dB á milli þessara tveggja hjálma, en eitt db er nokkuð í hljóðmælingu annars væri varla verið að tala um það. Sá sem skrifar þessa grein (ekki ég) segir að jafnvel á 300 km hraða var þessi hjálmur svo hljóðlátur að ökumaður gat að sögn heyrt sjálfan sig hugsa !!

Það er að mörgu að huga með hjálma og þetta getur verið nokkuð mikil fjárfesting, en hvað er dýrmætara en höfuð okkar og það sem flestir eru með inní höfðinu. Ekki gott að lækna eða bæta heilabúið þegar menn eru búnir að skemma það og þá hugsanlega útaf því að þeir voru með ódýran hjálm eða alltof gamlan sem var alltof laus á höfði, munum eftir að smelli festingar fyrir ólar eru aldrei eins öruggar og þær sem þræddar í gegnum málmlykkjur. Þetta á einnig við kjálkahjálma, þær festingar sem festa kjálka ættu aldrei að vera úr einhverju plastdóti, heldur ekki það sem krækjurnar festast í.

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni

Read 13209 times Last modified on Saturday, 15 November 2014 18:02