Print this page
Sunday, 02 November 2014 13:03

Mótorhjólaferðalag

Mótorhjólaferðalag

Að nota mótorhjól sem almennt ökutæki sem og til gamans og ferðalaga er ferðamáti sem hentar ekki öllum. Sagt er að í raun sé hægt að skipta fólki í tvo hópa:

Þeir sem segja að þetta séu hávaðasöm stórhættuleg tæki, sem ekið er af afvegaleiddum, skítugum mönnum sem gera mikið af því að horfa á eftir hinu kyninu, já og meira segja sumir þeirra með tattoo.

Svo er það hinn hópurinn sem dásamar þennan ferðamáta, segja frá frelsinu sem fæst með því að vera einn með sjálfum sér og hjólinu og vera ekki eins og allir hinir sem lokaðir eru inní einhverjum járnkassa með tuðandi kerlingu sér við hlið, sem og að eiga góða félaga með sama áhugamál, já hvenær hittast t.d. Skoda eigendur til að spjalla um síðustu ferð á Skodanum !!

Hvor hópurinn hefur rétt fyrir sér ? Eflaust báðir og ef maður tekur það besta frá báðum hópum þá lítur þetta vel út. En verða til mikið af sögum sem gaman er að lesa vegna bílaferðalaga jú ein og ein, en ekkert eins og ein góð  ferðasaga á mótorhjóli. Hér kemur ein þeirra og svona til að hafa gaman af þá snúum við nöfnum aðalleikara yfir á íslensku:

 

Síminn hringir og ég (Húni) svara og það er vinur minn Júlli sem segir heyrðu Bjössi minn já já ég er stundum kallaður Húni og meira segja ýmislegt annað skal ég segja ykkur í trúnaði !! Áfram með söguna og Júlli segir hvað segir þú um það að fara í smá ferðalag með mér og vini okkar Sigurjóni. Það er sko hjólamót sem mér líst vel á segir Júlli. Ég hugsa með mér jú ferðalagið hljómar vel og góður félagsskapur en þessi hjólamót eru öll nákvæmlega eins, ef þú hefur farið á eitt þá ertu búin að sjá þau öll. Þarna verður í boði eins og venjulega alltof dýr aðgangur, dýr matur og lélegur, frekar lélegar hljómsveitir, svo alls konar drasl til sölu, t.d. bolir á uppsprengdu verði af því á þeim stendur eitthvað um þetta mót, yfirleitt alltof mikið af ölvuðu fólki sem notar þessa átillu til að segjast hafa verið að hjóla. En það er alltaf gaman að hjóla og hitta góða félaga og ég verð að taka fram að þessi mót eru alltaf skemmtileg ef maður hittir gamla og góða félaga sem eru þarna til að hjóla og hitta aðra, bulla um mótorhjól, segja sögur, en ekki eins og alltof margir þessa dagana að sína öll merkin sín og ónotaða hjólið sem og að detta í það og muna jafnvel ekki eftir mótinu. (Er söguhetjan í AA!!) Heyrðu Júlli segi ég við verðum þá bara þrír ? Já segir Júlli úr því að Sigurjón fékk brottfararleyfi. Ég er til segi ég og með það sama er ég farin útí skúr til að pakka þessu smádóti sem ég ætla að hafa með.

Næsta dag hitti ég félaga mína á hefðbundnum stað, þó sumir komi seint, já hann Sigurjón er alltaf í vandræðum með þetta hjól sitt, fer stundum í gang og stundum ekki, eins gott að við erum allir sæmilegir í að gera við. Lagt er að stað og ákveðið hver myndi leiða og á hvaða hraða væri svona best að halda sér en mér finnst sjálfum best að aka á svona 110 km hraða þar sem leyft er að aka á 90. En Sigurjón vill helst ekki fara hraðar en 91 km á klst. og því er hann settur aftastur. Það er föstudagur mikil umferð og allir að reyna að komast frá borginni sem fyrst í frí grunar mig. Það er eins gott að vera vel vakandi, því menn á mótorhjólum eru svona þriðja flokks í augum mjög margra ökumanna þessara járnboxa á fjórum hjólum. Þeir eru að tala í GSMinn, mála sig, borða mat, kveikja í rettunni sinni, eða eru að tala við vinkonuna í aftursætinu. Og nú rétt í þessu sé ég lögreglubíl þar sem ökumaðurinn er að tala í GSMinn sinn og er að hlægja að einhverju, gaman í vinnunni hjá honum, hann ekur fram úr mér og mínum félögum, ég er á mínum 110 km hraða (uss lögbrot) en löggan hefur nú engan áhuga á því þessa stundina. Við höfum ákveðið að stoppa alltaf á ca. klukkustunda fresti til svona að teygja úr okkur, ja líka aðallega útaf því að Sigurjón er nú orðin nokkuð gamall og svo auðvitað hjólið hans þolir ekki mikið.

Rétt eftir síðasta stopp sem tók aðeins lengri tíma en venjulega því einn þurfti nauðsynlega að ræða við konuna og getið hver það var !! Skömmu eftir að við lögðum af stað aftur þá ökum við fram á stórann vörubíl með aftaní vagni sem hafði oltið, þessi bíll hafði verið að flytja svín til slátrunar og nú hlupu þau útum allt, ánægð með það að vera sloppin, það eru þó nokkrir ökumenn annarra bifreiða sem hafa stöðvað og reyna að koma þessum ferfætlingum af veginum, þar sem vörubifreiðin og aftaní vagninn loka aðeins hluta vegarins þá reyna sumir ökumenn að aka fram hjá þessu öllu, þeir eru sko á leiðinni í frí !! Svínin skilja ekkert í þessu, þau vita ekkert um almennar umferðarreglur eða umgengni við tvífætlinga á bílum. Ég fer að hugsa hver ætli hafi fundið uppá viðurnefni löggunnar með því að kalla hana „pigs“. Svínin hlíða ekki neinu og hafa bara gaman að þessu öllu. Við félagarnir fylgjumst með hlæjandi, ja svona í laumi, sjáum að við komumst áfram og látum okkur hverfa. Þetta með að stöðva á ca. klukkustunda fresti var nú aðallega tilkomið af því að ég er með mjög lítinn bensíntank á mínum Vtwin, en ég var nú svo gáfaður að hafa með mér aukabrúsa af bensíni í hliðartösku á hjólinu mínu. Og nú verð ég að segja aðeins frá því hvernig þessar töskur eru tilkomnar:

Sko góður vinur minn hann Tryggvi átti gamlan Gullvæng sem hafði ekki verið hreyfður í mjög mörg ár (skiljanlega), hafði staðið úti í öllum veðrum og var orðin mjög svo þreyttur, haugryðgaður. Því ákvað Tryggvi að gefa mér hjólið því hann vissi að ég gæti gert við nær hvað sem er jafnvel ítalskar tíkur. En eftir að ég fékk hjólið þá hugsaði ég með mér, ég mun eflaust aldrei nenna að nota þennan japanska VW á tveimur hjólum, en það væru samt eitthvað sem ég gæti notað af hjólinu á mitt hjól og það voru hliðartöskurnar. Ég bjó til festingar og náði að festa töskurnar á hjólið mitt, nú var ég sko maður lifandi komin með alvöru touring (ferða) hjól. Þetta var sko flott því ég hafði oft orðið bensínlaus langt frá næstu bensínstöð og þurft að biðja félaga mína um aðstoð að ná í bensín, þeir voru farnir að kalla mig bensíntíkina eða stundum móðurlausan björn. Ekki gaman en því voru þessar nýju Oldvængs töskur bjargvættur. En það þarf samt að stöðva og teygja úr sér og að sjálfsögðu að taka bensín á brúsa og hjól, já já og gera við hjá Sigurjóni, meðan hann talar við konuna sína, mikið hvað menn þurfa að tala við þessar kerlingar, ég er heppinn að búa einn. Nú ökum við inná næstu bensínstöð og Júlli ekur beint að næstu dælu sem laus er, Sigurjón ekur eitthvað til að leita að réttu dælunni, kannski betra verð !! Ég sit og bíð eftir því að bíll sem er við dæluna næst hjá Júlla klári og aki á brott. Það tekur smá tíma því sá sem er að dæla er að borða samloku og tala í GSMinn sinn, já segið svo að karlmenn geti ekki gert tvennt í einu.

Nú ég kemst loksins að og Júlli stendur þarna og bara að horfa í kringum sig, þegar hann allt í einu fer að benda á mig, bendir og bendir, segir ekki orð, heldur bara starir á mig og ég bara skil ekki táknmál, reyndar talar Júlli útí eitt, já hann samkjaftar ekki að öllu jöfnu, skil stundum ekki hvað hann getur hjólað lengi án þess að stöðva til að tala. Ég stend nú við hliðina á hjólinu mínu er búin að teygja mig í dæluna, eftir að hafa tekið bensínlokið af. Nú kemur eitt hátt og snött Bjössi frá Júlla og enn er hann að benda. Ég loksins sný mér í þá átt sem Júlli er að benda og sé þá að hjólið mitt logar að aftan, önnur Oldvængs taskan hefur losnað og sigið niður dregist með jörðinni, í þessari tösku var varabensínið mitt og það var líka komin gat á bensínbrúsann, nú lak logandi bensín um allt og við erum sko staddir á bensínstöð. Ég stend þarna og bara geri ekki neitt af viti, Júlli er enn að benda og Sigurjón er í símanum !! Enn stækkar logandi pollurinn, það gerist allt eins og bíómynd sem sýnd er hægt. Ég á að kunna rétt viðbrögð og hvað þá Júlli sem vann allt sitt líf við hættulegar aðstæður, Sigurjón ja ræðum það ekki. Hvernig hafði nú kviknað í þessu, eflaust þegar ég drap á hjólinu þá kom svona smá sprenging útum opnu rörin, kveikjan hjá mér kannski ranglega stillt, en mér fannst oft flott að sjá þessa blossa í myrkri þegar ég drap á hjólinu.

Nú voru allir þarna á bensínplaninu farnir að horfa og kalla eitthvað bull. Starfsmenn stöðvarinnar hlupu um eins og hauslausar hænur og öskruðu eldur eldur eldur, já eru þeir hálfvitar það sjá allir að það er kviknað í. Jæja loksins greip Júlli einhverjar tuskur sem voru þarna til að þurrka af og byrjaði að berja eldinn við töskuna, en það bara kviknaði í tuskunni !! Sigurjón var hættur í símanum og var nú á fullu að berja hjólið mitt með jakkanum sínum sem skömmu síðar stóð líka í logum. Jæja loksins kviknaði í peru í höfðinu á mér, ég brást við á snilldarmáta og náði að opna töskuna, teygði mig í logandi brúsann, greip hann og þeytti honum logandi af öllum kröftum í burtu. Logandi brúsinn svífur í fallegum boga með stæl, ég hefði sko orðið flottur kringlukastari !! En hvar lendir brúsinn, jú á hjólinu hans Sigurjóns og nú loga tvö hjól, hver andskotinn !!

Nú var Sigurjón alveg í vandræðum á hann að reyna að bjarga jakkanum eða hjólinu hans !! Nú var orðið eitt allsherjar panic þarna allir hlupu í allar áttir, en engin var í raun að gera neitt af viti. Þetta hefði orðið flott atriði í hasarbíómynd ekki spurning. Meira segja bílar sem voru að aka framhjá snarbremsuðu til að horfa á þetta ævintýri. Ein kona yfirgaf bílinn sinn og hljóp í burtu með barnið sitt á fanginu, hún hafði eflaust séð fyrir sér svona bíómynda atriði þegar bensínstöðvar springa í loft upp. Nú hafði Júlli fundið brúsa með hreinsiefni fyrir bíla og hellir úr brúsanum yfir hjólið mitt að aftan, það virðist hafa verið einhver vökvi í þessum brúsa sem ja svona hressir uppá eldinn ! Nú leit út fyrir að ég myndi ekki bara missa nýju Oldvæng töskuna, öll fötin mín, heldur allt hjólið. Rétt í því sem ég tel þetta allt vera búið koma þarna tveir menn ganga öruggum skrefum að sitthvoru hjólinu með eitthvað í höndunum, það gýs upp reykmökkur og skömmu síðar er allt slökkt, engin eldur lengur,þetta gerðist allt á örstundu.

Annar af þessum hetjum gengur til mín með slökkvitæki í hendi og segir jæja þetta bjargaðist áður en verr fór, hann kynnir sig með nafni og segist vera slökkviliðsmaður á frívakt og á leiðinni í veiði ásamt vinnufélaga sínum (hinni hetjunni). Horfir á mig svona eins og kona horfir á bilaða bílvél og segir: Sáuð þið ekki öll slökkvitækin sem eru staðsett hér um allt og vel merkt í þokkabót, já meira segja eitt þeirra var hengt upp beint fyrir ofan hjólið þitt !!! Ég reyndi að halda „kúlinu“ og stundi upp að þetta hafi allt gerst svo hratt. Þá sprakk hann úr hlátri og sagði að þetta hafi verið ein besta skemmtun sem hann hafi upplifað, þar sem engin hafi slasast og alltaf mætti bæta þessar hjólatíkur. Ég, Júlli og Sigurjón þökkuðum hetjunum fyrir. Síðan var farið að skoða hjólin, það voru aðeins yfirborðs skemmdir á lakkinu hjá Sigurjóni, en jakkinn var eitthvað sviðinn og vond lykt af honum og Sigurjón hafði áhyggjur af því hvað konan myndi segja !! Hjólið hjá mér hafði nú líka sloppið betur,já mínus taska og sviðinn afturhluti hjólsins en það fór í gang eins og allar alvöru græjur myndu gera. Það var haldin smá fundur og ákveðið að för skildi áfram haldið, ja þegar Sigurjón var búin að hringja í konuna og segja henni frá öllu og fá leyfi til að halda áfram

 

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Read 3963 times Last modified on Sunday, 02 November 2014 13:05