Wednesday, 30 July 2014 17:20

Smá saga um mann sem var að gera við CB 750 Hondu

Smá saga um mann sem var að gera við CB 750 Hondu:

Allir alvöru mótorhjólaeigendur gera við hjólin sín sjálfir er það ekki ??!! En stundum borgar sig að láta fagmenn sjá um þetta fyrir okkur. En saga þessi gerist á lítilli eyju þar sem aðeins alvöru „naglar“ eru búsettir og gera við hjólin sín sjálfir. Aðal söguhetjan er ekki með skúr fyrir hjólið sitt sem er Honda (skildu eign á þessari eyju) CB 750 árg. 1975 og er því með hjólið sitt á timbur „verönd“ fyrir framan húsið sitt. Þessi heima „mekki“ var ný búin að hreinsa og stilla þessa fjóra blöndunga á hjóli sínu og setti í gang, þetta virkaði allt vel, nema að mótor gekk alltof hratt, minn maður hafði staðið hægra megin við hjólið, færði sig nú að vinstri hlið og eins og gefur að skilja þá beygði hann sig niður að blöndungunum til að stilla, en studdi sig óvart við skipti arm/pedala hjólsins, hjólið í gír (þið vitið fyrsti gír niður !!) og þar sem mótor gekk alltof hratt þá rauk hjólið af miðjustandara og áfram sem leið lá í gegnum stóra rúðu á framhlið hússins, en það sem verra var að minn maður hafði gripið í hjólið til að reyna að stöðva það og fylgdi því hjólinu í gegnum þessa stóru gler rúðu. Kona hans sem átti nú frí þennan dag heyrði þessi líka læti og hélt að þetta væri jarðskjálfti eða jafnvel eldgos. Hún kemur að manni sínum þar sem hann liggur á gólfinu inní stofu með hjólið á hliðinni allt í glerbrotum og heima „mekkinn“ allur í blóði, bensín lekandi um allt og já bara allt í „messi“. Minn maður bara liggur þarna og stynur: hjólið hjólið hjólið, en eins og allar góðar eiginkonur myndu gera þá hljóp hún í símann og hringdi á sjúkrabifreið. Á meðan aðstoðin var á leiðinni fór hún aftur inní stofu að huga að súper „mekkanum“ og hjólinu. Minn maður gat sig ekki hreyft en hélt áfram að stynja hjólið hjólið hjólið. Eins og áður er fram komið var bensín að leka svo eiginkonan tekur á öllu sínu og reisir hjólið við. Lætur karlinn liggja þar sem hún hafði lært á fyrstu hjálpar námskeiði að ekki ætti að hreyfa slasaðan mann. Fer nú inní eldhús nær í hrúgu að bréfþurrkum til að hreinsa upp bensínið af nýja parkettinu. Þegar hún er búin að því þá fer hún með allar þessar bensín blautu bréfþurrkur og setur þær í klósettið. Fer inní stofu aftur og þá er minn maður risinn á fætur og segist þurfa að fara á klósettið. Eiginkonan styður hann þangað, hann sest á „dolluna“ og á meðan hann er að gera sitt þá fær hann sér eina sígarettu, sem hann kveikir í með kveikjara, allt gert til að róa taugarnar. Eftir að hafa lokið við sígrettuna þá hendir minn logandi stubbnum í klósettið milli lappa sér. Það næsta sem gerist er það að konan heyrir þessa líka sprengingu og líka þessi rosa öskur frá súper „mekkanum“ og ríkur nú inná klósett, þar liggur minn maður á gólfinu, haldandi um klof sér og það leggur reyk frá þessu svæði og líka logar aðeins í leyfum af buxum „mekkans“. Konan hellir vatni yfir manninn sinn og sér að það allra heilagasta er sviðið og brunnið, lítur út eins og SS pylsa, rauð að lit, rasskinnar eru í sama lit og minn maður bara öskrar og öskrar og hverju stynur hann upp á milli ekkasoga Jú: hjólið hjólið hjólið. Góða eiginkonan ríkur aftur í símann og segir neyðarlínunni, að maður sinn sé ekki bara skorinn, heldur líka með brunasár !! Nú mæta sjúkraflutninga menn á staðinn, ganga sem best frá súper „mekkanum“, setja hann í börur, en á leiðinni að sjúkrabifreiðinni, spyr annar sjúkraflutninga-maðurinn hvernig þetta slys hefði orðið, eiginkonan lýsir þessu öllu mjög nákvæmlega (góð sögukona) og sagan er svo góð að þeir byrja báðir  að hlægja og hlægja svo mikið að þeir missa takið á körfunni með súper „mekkanum“ í og minn maður fellur í götuna á bossann sem var nú frekar aumur fyrir. Hvað segir þessi saga okkur ??!! Jú hugsanlega hættulegt að eiga Hondu eða látum fagmenn um viðgerðir á mótorhjólum. Annars allt gott.

Óli bruni.

Read 4453 times Last modified on Wednesday, 30 July 2014 17:25