Tuesday, 18 February 2014 18:12

#16 frá Óla bruna - Honda CB1100EX 2014

Honda CB1100EX 2014

 

Þar sem það hefur heyrst frá sumum (íbúar suðureyjunnar) að alltof lítið sé fjallað um Hondur yfirleitt á heimasíðum mótorhjólaklúbba þá svona örstutt grein til að gleðja Hondu aðdáendur. Það var mikið gaman að sjá að Hondu verksmiðjurnar tækju sig til og lagfærðu frábært hjól CB1100 sem kom nú reyndar á markaðinn sums staðar árið 2009, en var sýnt okkur hinum árið 2013. Ég eins og margir aðrir fannst 2013 hjólið bara virkilega flott, en samt það vantaði eitthvað, af hverju að smíða „retró“ hjól og ganga ekki alla leið. T.d. af hverju pústkerfi fjórir í einn ? Af hverju bitafelgur og ekki teinafelgur ? Af hverju ekki sex gíra gírkassa ? Hondu verksmiðjurnar hlusta á markaðinn öfugt við marga aðra framleiðendur (uss maður verður að passa sig að hæla þeim ekki um of=Tryggvasindrom).

 

Og nú er komið í sölu CB1100 EX sem skilar þessu öllu og nú ættu „retró“ aðdáendur að gleðjast, því þessi nýja útgáfa nærri því uppfyllir allt í því hvernig „retró“ hjól ætti að líta út, jú lengi má bæta t.d. pústkerfi fjórir í fjóra, en það er til eftirmarkaðs þannig pústkerfi. Nýja fjórir í tvo pústkerfi er aðeins styttra en það gamla fjórir í einn. Svo eru það auðvitað þessar nýju teinafelgur bara flottar þó sumir segi að teinafelgur eigi bara heima á reiðhjólum og gamla Ford. Sætið er líka breytt á EXinu sem og hliðarhlífar. Uppgefin þyngd er um 573 pund og er EXinn um 27 pundum þyngri en sá gamli sem er einnig framleiddur áfram. Nýi EXinn kemur með sex gír gírkassa og ABS bremsum, bensíntankur er einnig stærri um þrem lítrum stærri. Síðan eru smá breytingar á framljósi, mælaborð segir þér hvaða gír þú ert í (gott fyrir eldri borgara). Nú er bara að sjá hvenær Honda Íslands fær fyrsta EXinn og hver verður fyrstur til að kaupa, mig grunar að það verði einhver á suðureyjunni. En allavega flott hjól og lesa má betur um eldri gerðina á netinu sem og nýja hjólið, en fann ekki alvöru Roadtest vegna nýja EXins.

Stolið og stílfær af netinu

Óli bruni.

Read 2759 times Last modified on Tuesday, 18 February 2014 18:17