Saturday, 11 January 2014 21:28

#12 frá Óla bruna - Ekki Hondu grein

Ekki Hondugrein !!

Nei smá lesning um mjög skemmtilegt hjól Triumph Thruxton 2014.

 

Hverjum langar ekki til að líta út eins og t.d. Steve Mcqueen þ.e.a.s. akandi mótorhjóli ? Hugsanlega muna ekki allir eftir þessum ofurtöffara og hörku mótorhjólamanni, en það er svipað og segja að maður viti ekki hver Timerinn er (Snigill nr. 1). En Steve heitinn keppti  á og átti Triumph mótorhjól. En snúum okkur að Thruxton 2014 hjólinu sem er með flottari Café Racer hjólum heimsins þ.e. nýjum og þar sem nær allir á suðureyjunni sem og örfáir á norðureyjunni eru með dellu fyrir Café Racerum þá er rétt að byrja árið á grein um einn kaffi húsa rakka. Það hefur verið hresst uppá nýja Thruxtonin á nokkurn máta en grunnurinn er í raun sá sami þ.e.a.s. sami motor 865cc loft og olíukældur tveggja strokka mótor. Hann heldur þessu flotta “retro” útliti. En hljóðkútum hefur verið breytt í svona “peashooter” og þeir “lúkka” miklu betur en þeir gömlu og hljóma líka betur. Það er komin svona smá vindhlíf fyrir ofan framljósið, sætiskúpa þannig að hjólið lítur út einsmanns (var hægt að kaupa áður sem aukahlut), ný málning, chrome hlíf yfir keðju og kæliraufar á strokkhúsi hafa verið slípaðar (er svartur) þannig að það gefur svona betra “lúkk”, lagnir að olíukæli eru svartar. Ekki miklar breytingar en eru til mikils batnaðar. Thruxtoninn er í raun sama hjólið og Bonneville og Scrambler hjólin aðeins útliti er breytt, þ.e.a.s. stýri, fjöðrun, o.s.frv. Nýja stýrið, ja nokkuð nýlegt, á Thruxton er ofan á “jókinu” (triple clamps) svo þægilegra er að hjóla allavega fyrir eldri borgara. Áseta er góð og alls ekki of þvinguð jafnvel fyrir menn í stærðarflokki, já eins og Tr.Honda og Si-Súkka. (skrifað bæði fyrir Sokka og Gaflara). Hjólið “trakkar” virkilega vel og taka má vel á því í beygjum. En gleymið ekki að hjólið vigtar um 500 pund og hestöflin eru aðeins 68, svo þetta verður aldrei nein GXSR1000 súkka, en það eru ekki allir á leiðinni á ¼ míluna, hjólið er með virkilega gott tog og skilar öllu því sem af því er ætlast og sölutölur gegnum árin segja sitt. Þetta er svona öruggt og þægilegt hjól segja blaðamenn, það mun aldrei stríða þér. Toppur hestafla kemur inn við 7400 snúninga en útsláttur er við 8500 snúninga. Tog er 51 ft/lbs við 5800 snúninga. Togið er það gott að miklar gírskiptingar eru ekki nauðsynlegar. Halli á framgaffli er um 27 gráður og lengd milli hjóla um 58.6 tommur. Eins og áður sagt ef þú að leita af ofursporthjóli þá er betra að skoða eitthvað annað, en á móti kemur að allflestir geta verið í botni í gegnum margar beygjur, nema kannski þær þrengstu, hjólið fyrirgefur jafnvel nýliðum, ef hressilega er tekið á því. Einn prufuökumaður sagðist hafa lent með framdekkið á sæmilegum stein í aflíðandi beygju, en hjólið hélt sínu sinni stefnu án vandkvæða, ökumaður sagðist ekki hafa fundist eins og hjólið væri að taka aðra stefnu en ætlað var nei hélt bara áfram. Þannig að hjólið gefur manni þá tilfinningu að maður sé bara nokkuð öruggur við flestar aðstæður. Hjólið kemur með Metzeler Lasertec hjólbörðum og þau eru talin endast vel og henta hjólinu virkilega vel, virka líka vel í bleytu.  Eins og áður sagt áseta er góð og stýri liggur vel fyrir ökumanni og er alls ekki þreytandi að aka eins langt og bensíntankur gefur manni. En samt er áseta svona smá “race” og reynir dulítið á úlnliði til lengdar og þá sérstaklega ef mikið er ekið í borgum og bæjum, þannig að það tekur aðeins á að vera “cool” innanbæjar, en hvað gera men ekki fyrir rétt “lúkk”. En hjólið er bara flott með þessari smá vindhlíf og racing röndinni á tank, sem og eins manns sætið. Eins og undanfarin ár er beina innspýtingin falin svona með því að láta þetta líta út eins og blöndungar (sumir sakna þessa og vilja jafnvel fá að dæla inná eins og á gömlu Amal). Frambremsa er góð, þó diskur sé bara einn og er hann 320mm, bremsudæla er fjögurra stimpla frá Nissin. Hjólið fær góða hjá þeim mótorhjólablaða mönnum sem hafa prufað þetta hjól sem og fyrri árgerðir, eins og áður þá vita það að sjálfsögðu allir alvöru mótorhjólmenn að BRESKT ER BEST !!! Sjá nánar allar meðfylgjandi tækniupplýsingar.

 

Óli bruni

 stolið og stílfært af netinu.

 

SPECIFICATIONS – 2014 Triumph Thruxton
Engine and Transmission

Type…Air-cooled, DOHC, parallel-twin, 360-degree firing interval
Capacity…865cc
Bore/Stroke…90 x 68mm
Fuel System…Multipoint sequential electronic fuel injection with SAI
Exhaust…Stainless steel headers, twin chromed upswept mufflers
Final Drive…X ring chain
Clutch…Wet, multi-plate
Gearbox…5-speed
Oil Capacity…4.5 liters (1.2 US gals)
Chassis, Running Gear and Displays
Frame…Tubular steel cradle
Swingarm…Twin-sided, tubular steel
Wheels
Front…36-spoke 18 x 2.5in, aluminum rim
Rear…40-spoke 17 x 3.5in, aluminum rim
Tires
Front…100/90×18 Metzeler Lasertec
Rear…130/80×18 Metzeler Lasertec
Suspension
Front…KYB 41mm forks with adjustable preload, 120mm travel
Rear…KYB chromed spring twin shocks with adjustable preload, 106mm rear wheel travel
Brakes
Front…Single 320mm floating disc, Nissin 4-piston floating caliper
Rear…Single 255mm disc, Nissin 4-piston floating caliper
Instrument Display/Functions…Analog speedometer and tachometer with odometer and trip information
Dimensions and Capacities
Length…2150mm (84.6in)
Width (handlebars)…830mm (32.7in)
Height without mirrors…1095mm (43.1in)
Seat Height…820mm (32.3in)
Wheelbase…1490mm (58.6in)
Rake/Trail…27º/97mm
Fuel Tank Capacity / Efficiency…16 liters (4.2 US gals)
Wet Weight (ready to ride)…230 kg (506 lbs)
Performance (measured at crankshaft to 95/1/EC)
Maximum Power…69PS / 68 hp / 51 kW @ 7400rpm
Maximum Torque…69Nm / 51 ft.lbs @ 5800rpm
Estimated Fuel Efficiency…43 mpg City / 57 mpg Highway

Read 2886 times Last modified on Wednesday, 15 January 2014 10:35