Norvin café Racer
Hvað gerist þegar þegar við „giftum“ kraftmesta mótorhjólamótor heimsins (á sínum tíma) og bestu mótorhjóla grind heimsins jú besta cafe racer sem til er. Við erum að tala um 998 cc Vincent mótor og Norton Featherbed grind. Þessi gifting/draumur varð að veruleika hjá Mick nokkrum Sobalak fyrir nokkru. Segjum aðeins frá Mick, en hann keypti sitt fyrsta hjól þá 14 ára á árinu 1968 þegar hann keypti sér Triumph Thunderbird árgerð 1952. Og það leið ekki langur tími þangað til hann var búin að breyta Trumpanum í cafe racer og já aðeins 14 ára. En samt var þetta ekki nóg, Mick var strax farin að skoða eitthvað hressara (við könnumst við þetta er það ekki) og hugurinn leitaði til ofurhjól síns tíma Vincent, honum fannst samt standard (orginal) hjólið samt lítið spennandi, en þegar hann sér sinn fyrsta Norvin þá var ekki aftur snúið. Hjólið var svo þétt ef segja má svo, eins og meðfylgjandi myndir sýna. En tíminn leið og leið og leið, því næstu þrjátíu árin „stóð“ Mick í því að byggja hús, gifta sig og koma upp börnum ofl. En svo sá hann nokkuð flottan Norvin til sölu og gamlar minningar rifjuðust upp hratt og vel. Þó mótor hjólsins læki olíu eins og orginal Honda !! sem og að mótor glamraði eins og Shovel Harley, ja eða eins og Norton ! þá lét Mick svona smáatriði ekki stöðva sig, draumurinn varð að veruleika og hjólið var hans. Nú tóku við hugleiðingar um að gera hlutina rétt og fyrst var haft samband við Skota nokkurn að nafni Sandy vegna grindarinnar. Sandy er verkfræðingur að mennt sem og sérfræðingur í Norton grindum og öllu sem snýr að mótorhjólum. Fljótlega kom í ljós að gamla 1957 Featherbed grindin var ekki uppá sitt besta og því var hafist handa við að lagfæra hana með nýjum túbum úr T45 carbon manganese efni, grindin endaði nær því að vera Manx Norton grind í uppsettningu. Næst var farið í 1950 Vincet Black Shadow mótorinn, en Black Shadow var nafnið á Vincent hjólinu sem mótororinn kom upphaflega úr. Mótorinn var rifinn í frumeindir og við skoðun kom í ljós að sveifarhúsið var nokkuð gott, en annað þurfti lagfæra eða skipta út að mestu. Áður nefndur Sandy Topen var Mick innan handar með flesta hluti, en endursmíði mótors tók um 18 mánuði. Hvers vegna tók þetta eitt og hálft ár myndu margir spyrja, jú góðir hlutir gerast hægt. Smíðuð voru ný rocker box af BLR og ventla stýringar, settir nýir Omega stimplar, en þjöppu haldið standard. Keypt nýtt belt drive og kúppling frá Bob Newby Racing, settur 5 gíra Triumph gírkassi inní Nourish gírkassahús. Takið eftir frambremsunni hún er það sem kallað er 8 leading bremsa (Óli bruni er núna slefandi). Bremsa þessi kom fram á sjónarsviðið á árinu 1973 og er frá CMA, kostaði lítil 75 pund þá, en var talin sú dýrasta á markaðnum, já einnig sú stæðsta. Mick notaði Roadholder frampípurnar og setti utanáliggjandi gorma. Keypt voru álbretti frá Revolutin Spares, gamla Manx replica sætið var notað, en breytt þannig að í því er smá verkfærahólf (til hvers !!). Keyptar voru Borrani ál felgur og settir riðfríir teinar. Afturbremsa er úr magnesíum og kom úr gömlu kappaksturshjóli BSA triple, en festingar eru úr gömlum Manx racer, þær eru úr áli. Eins og við vitum öll þá eru nær allir alvöru cafe racerar með kickstarti !! Ekki rafstarti, já rafstart er bara fyrir kerlingar af báðum kynjum og þá sem eru með einhverja líkamlega „örðugleika“. Mick finnast flestar þessar kickstart sveifar forljótar, hann leitaði lengi að hinni einu réttu og sættist lokins á eina og kom hún af Velocette Venom Thruxton. Nær allir boltar og rær eru úr ryðfríu stáli sem og ýmsar festingar og það tók Mick margar klst. að sverfa af og „dúlla“ við hvern bolta og hverja ró til að verða ánægður, svoldið svona eins og þessir sem gera allt orginal. Stýri þar var notað clipons af Manx frá Burgess Frames, nær allar festingar og annað fyrir stýri og kapla það smíðaði Mick sjálfur úr ryðfríu. Sandy smíðaði festingarnar fyrir framdemparana (fork yokes), framlugt er af BSA. Þar sem mótor og gírkassi fylltu útí alla grindina þá var ákveðið að hluta niður bensíntankinn, hluta undir bensín og hluta undir olíu, spurning hvað notast meira !! Manx pedalar (rearset) þ.e.a.s. með því útliti og allt úr áli eða ryðfríu. Ja ekki má gleyma mótorfestingum sem voru handsmíðaðar og úr áli. Ál bensíntankurinn, já Mick vildi ekki pólera hann heldur lét mála hann hjá Colin Mckay og hluti af þeirri vinnu var handmálað. Sex árum eftir kaup á Norvin hjólinu þá var hjólið tilbúið og áður en haldið var á mótið Festival of 1000 bikes hjá Mallory Park þá var það fyrsti túrinn og hann var jú eins og hjá flestum sem smíðað hafa svona „orginal“ hjól smá gangtruflanir, blöndungar ekki alveg rétt stilltir, rangir jettar ja þið þekkið þetta. En heim í skúr og smá fikt og hjólið var farið að ganga eins og Kawasaki Z1. Annar prufutúr og þá tekið smá skrens uppí 80 mílur, já Mick segir að hljóðið í mótor sé alveg ólýsanlegt. En áseta er svona fyrir alvörumenn, bensíntankur er frekar langur og clipons sem og rearset pedalar gera það að verkum að mikið hvílir á úlnliðum. Hjólið er frekar framþungt svo það er gott að sitja frekar aftarlega í sætinu, þá fer hjólið í gegnum beygjur án átaka og „trakkar“ virkilega flott. Ofur frambremsan er svona tveggja fingra tak, þú getur læst frambremsu með litlu átaki, afturbremsa virkar vel, ja eins og góð afturbremsa á að gera. Eins og áður sagt er hljóðið frá hjólinu á snúning alveg klikkað, ekki að furða því V mótor með tveir í einn púst og opin megaphone kút, ja þið heyrið þetta alveg er það ekki, eins og Buell á sterum, eða Norton Commando með heitum ásum !! Þess má geta að MCN blaðið (Motor cycle news) valdi hjólið hans Mick eitt af tólf flottustu special/custom hjólum ársins 2008 og hjólið hlaut einnig þriðju verðlaun á Carol Nash showinu í NEC höllinni í Birmingham. Mick er skiljanlega alveg í skýjunum með hjólið, „höndlar“lúkkar“ og virkar vel. Hann segist ekki þola verksmiðjuframleidd hjól og segir orðrétt: Öllum hjólunum mínum hefur verið breytt af mér fyrir minn smekk til að vera öðruvísi, þessi Norvin toppar þetta allt (ja þangað til næsta hjól) og það var vel þess virði allur þessi tími sem fór í þetta. Já eins og CB 750 Hondu eigandinn sagði þegar hann var að reyna að fara fram úr Kawasaki Z1: Góðir hlutir gerast mjög hægt.
Stolið og stílfært af netinu:
Óli bruni # 173