Saturday, 26 October 2013 17:37

Slökkviliðs-hjól

Ágætu félagar,

Ólafur R. Magnússon, Óli bruni, hefur verið duglegur að senda okkur greinar um hjólin okkar.  Það mun á næstu vikum/mánuðum birtast fleiri pistlar um hjól frá honum.  Það var Hilmar Lúthersson á Selfossi, Snigill nr. 1 og Drullusokkur nr. 0, sem gaf Ólafi þetta viðurnefni um árið.  Það er vel lýsandi fyrir starfið hans Óla en hann vinnur hjá Slökkvliliði höfuðborgarsvæðisins, á forvarnarsviði.  En hér er mynd sem Óli horfir á þessa dagana og veltir fyrir sér hvort hann eigi að fjárfesta í einu slíku og sameina vinnuna og áhugamálið í einu tæki. Þetta er bresk græja ( auðvitað) framleidd af Leyland og með V2 BSA mótor.  

 

 

Read 5067 times Last modified on Sunday, 27 October 2013 18:05