Monday, 21 October 2013 20:44

Frá Óla bruna #3

Hér kemur 3ja samantektin frá Óla bruna og nú fjallar hann um Suzuki Bandit 1200 / 1250 eins og m.a. formaðurinn á í safni sínu.

Set þeta einnig í spjallið (ásamt fleiri myndum) þannig að þið félagar getið skrifað ykkar hugleiðingar eða skoðanir á þessum skrifum.

 

 

Það sem formaðurinn vill = það fær hann:

Nú berum við aldrað tæki saman við aðeins nýrra:

Suzuki Bandit 1200 og Bandit 1250.

Eins og elstu menn muna þá á formaður okkar ástsæla félags Suzuki Bandit sem hentar vel mönnum sem baka brúntertur og eru svona frekar mjúkir menn ekki rétt !!??

En snúum okkur að þessum tveimur Bandit hjólum, það nýrra sem er í dag komin með vatnskælda vél og er 1255 cc mótor þ.e.a.s. sá mótor kom í hjólið 2007, en sú gamla var 1157 cc og það munar um minna, fyrir utan það að nær allir framleiðendur enda á vatnskældum hjólum, eins og síðasta vígið sem féll nú í ár og það var sjálfur Hardley Moving Davidson (þessi setning sérstaklega skrifuð fyrir Harley eigendur: bara grín).

Eins og áður sagt hvað muna elstu menn aftur í tímann í þróun hjóla og hvað voru ofurhjólin á árunum frá 1990, jú Ducati 916, Honda Fireblade, Suzuki GSX-R 750 o.fl. sem voru ágætis hjól, en Banditinn hafði og hefur í raun stærri aðdáendahóp en framangreind hjól frá því framleiðsla Bandit hjólsins hófst árið 1996. Ekki voru mörg mótorhjól á markaðinum á þessum upphafsárum sem voru „nakinn“ og með olíu og loftkældan mótor í þessari stærð og það fjögurra strokka í línu, já „nakinn“ sem við viljum hafa mótorhjól ekki satt, þannig að ekkert sé falið.

Banditinn (væri réttara að kalla hjólið útlaga eða eitthvað svipað) sækir sitt í aðra þekkta súkku GSX-R1100. Strax frá upphafi var Útlaginn þekktur fyrir ótrúlegt tog sem og að eigendur hjólanna eyddu miklum tíma á afturdekkinu (þekkjum við það ekki ?), en líka „höndlaði“ hjólið virkilega vel: semsagt einfald-leikinn er bestur. Það eru sko ekki mörg mótorhjól sem hafa verið framleidd nær óbreytt í ellefu ár, jú smá breytingar í gegnum tíðina, grind breytt á árinu 2005, síðan nokkuð stór breyting á vél 2007 þegar vatns-kælingin tók völdin og þrátt fyrir þessa viðbót þá hélt hjólið að mestu öllum sínum góðu eiginleikum, hvort sem um var að ræða hraðakstur og miklar beygjur með eða bara í rólegt ferðalag með konunni aftan á.

En Útlaginn verður aldrei neinn racer í standard útgáfu, nei þá verða menn að snúa sér að einhverju öðru. Hjólið var og hefur alltaf verið þægilegt í meðförum og þægilegt ásetu fyrir ökumann. Áseta er svipuð á bæði þeim gamla og þeim nýja. Bremsur ja þær hafa aldrei verið neitt til hrópa húrra yfir og lítið breyst í þeim málum. Bæði hjólin eru með tveimur diskum að framan og sex stimpla Tokico bremsudælum. Hægt er að ná nærri vel rúmum 200 km á einum tanki ja nær 300 km og eflaust nær formaðurinn frá Hafnarfirði til Akureyrar á einum tank !

Útliti hefur lítið verið breytt í gegnum árin en jú 2005 árgerðin sýndi sig með þó nokkrar breytingar og þá varð Útlaginn líkari litla bróður sínum 650 hjólinu. Á sama tíma var mælum breytt frá því hefðbundna yfir í digital hraðamæli og analog klukku (sem er hugsuð fyrir eldri borgara svo þeir mæti á réttum tíma í mat). En ljótu krómhringjunum var haldið utanum mæla. Þrátt fyrir að Útlaginn væri talin svona frekar gamaldags með tímanum þá héldu Suzuki menn sínu striki og voru ekkert að eltast við, álgrindur, inverted (snúa í raun öfugt segja sumir) dempara, nei þeir héldu sig við einfaldleikann og tryggan kúnnahóp sem var ánægður með hjólið og þá sérstaklega verð Útlagans sama hvort þú keyptir það með smá feringu og ABS bremsum. Á þessum ellefu árum hefur vélin verið það góð að hún er talin í raun skotheld og ef það hefði ekki verið fyrir einhverjar grænar umhverfis-vænar kerl&/#$ þá væri Útlaginn enn loftkældur. Nýjan vélin þ.e. sú vatnskælda er sögð miklu mýkri ef segja má svo, en sú gamla var það nú í raun líka. En einn galli sú nýja titrar meira og svo segja sumir að afturför hafi orðið í útliti sú nýja sé ekki eins áferðarfalleg !!

Prufuökumenn Útlagans segja að við akstur 1250 hjólsins þá minni mótor þá alltaf á túrbínu mótor, alltaf jafn mjúkur upp allan snúningsskalann og jafnvel þegar tekið er hressilega á hjólinu frá 3700 snúningum þá hikar hjólið aldrei heldur æðir áfram eins og villiköttur. Gírkassi mætti vera betri og minnir oft á gírkassa frá mótorhjólaframleiðanda einum í USA, en það skiptir ekki svo miklu máli því togið er alveg frábært og því þarf ekkert að vera hræra mikið í gírkassa. Samanburður á gömlu græjunni og þeirri nýju þ.e. hvort er skemmtilegra í akstri, það gamla með blöndungum eða það nýrra með beinni innspýtingu ? Jú það gamla var í raun mýkra í inngjöf og nær aldrei neitt hik, en svona er þetta þróun er ekki alltaf betri, en beinar innspýtingar á mótorhjólum hafa batnað með hverju árinu sem líður. Lesa má betur um tæknital í greinum um þessi hjól, yfirleitt frekar þurr lesning um hvort það munar einhverjum millimetrum í einhverju eða sekúndu-brotum (reyndar er gamla græjan með betri tíma á ¼ mílunni en sú nýrri) í öðru, en svona tala bara gamlir staðnaðir karlar er það ekki ??!!

Nú er bara að sjá hvort formaður vor haldi sér við Útlagann eða falli í gryfju eldri borgara og fái sér hjól með svuntu, rafstýrðri framrúðu, þremur töskum, hita í handföngum og sæti, já ekki má gleyma klukkunni o.fl. o.fl. !! = FJR 1300.

p.s. Smá viðbót, formaðurinn sem er Mopar maður í gegn sást vera skoða eðal FORD, já meira segja pallbíl, öll vígi falla að lokum.

Stolið og stílfært af netinu:  Óli bruni

 

 

 

 

 

FACTFILE 2007 SUZUKI BANDIT 1250

Engine: 1,255cc, liquid-cooled, DOHC, 16-valve inline four
Power: 100bhp @ 7,900rpm (c)
Torque: 80lb.ft @ 3,700rpm (c)
Front suspension: 43mm RWU forks, adjustable preload
Rear suspension: Uni-Trak monoshock, adjustable preload
Front brake: 310mm discs, four-piston Tokico calipers
Rear brake: 240mm disc, single piston caliper
Weight: 244kg wet (t)
Seat height: 810mm
Fuel capacity: 19 litres
Top speed: 144.7mph (t)
Quarter mile: 12.07sec@116mph

FACTFILE SUZUKI BANDIT 1200S
Engine: 1,157cc, air-cooled, DOHC, 16-valve inline four
Power: 98.4bhp @ 7,900rpm (t)
Torque: 69.4lb.ft @ 6,900rpm (t)
Front suspension: 43mm RWU forks, adjustable preload
Rear suspension: Uni-Trak monoshock, adjustable preload
Front brake: 310mm discs, four-piston Tokico calipers
Rear brake: 240mm disc, single piston caliper
Weight: 245kg wet (t)
Seat height: 805mm
Fuel capacity: 20 litres
Top speed: 139.2mph (t)
Quarter mile: 11.54sec@129mph 

Read 5948 times