Tuesday, 04 June 2013 20:12

Færri banaslys síðasta áratug

Samkvæmt samantekt ACEM, sem eru samtök mótorhjólaframleiðenda í Evrópu hefur orðið talsverð fækkun á banaslysum á mótorhjólum síðasta áratug, eða milli áranna 2001 og 2010. Alls hefur banaslysum á mótorhjólum fækkað um 27,3% yfir heildina og munar þar mest um 58,6% fækkun á banaslysum á skellinöðrum. Banaslysum á stærri hjólum fækkaði samt um 14,4% á áratugnum. Á sama tíma stækkaði mótorhjólafloti í Evrópu um 45% og skellinöðrum fækkaði um 6,5 %. Að sögn ACEM er fækkunin ekki tilkomin vegna þessarar fækkunar á skellinöðrum því að í löndum eins og Þýskalandi, Póllandi, Tékklandi, Danmörku, Finnlandi, Ungverjalandi, Slóveníu og Svíþjóð hefur skellinöðrum fjölgað á meðan að banaslysum á þeim hefur fækkað. Enn er mikill munur milli landa í þessu dæmi en svipaðan árangur hefur mátt merkja í slysum á Íslandi. Alls eru um 33 milljón tvíhjóla ökutæki í notkun í Evrópu allri.

Read 6371 times